Varpa ljósi á jákvæð áhrif Covid-faraldursins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2022 22:30 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart en þær varpi ljósi á áhrif smitsjúkdóma á önnur veikindi. Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36