„Í minningunni söng ég í fimm mínútur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 13:36 Garðar segir á Twitter að söngkonan Skin hafi verið uppáhaldssöngkonan hans í tuttugu ár. Vísir/Getty Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, tók lagið með söngkonunni Skin á tónleikum Skunk Anansie í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngkonan birti myndband frá tónleikunum á Instagram síðu sinni. Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira