Segir skelfilegt ef formaður fær endurnýjað umboð þrátt fyrir einelti Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 09:18 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. Stöð 2 Grunnskólakennari segist myndi telja það hneyksli ef sitjandi formaður Félags grunnskólakennara fengi endurnýjað umboð til formennsku í kosningum í næstu viku. Skýrslu, sem flokkaði samskipti formannsins við félagsmann sem einelti, var lekið á dögunum. Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Styr stendur nú um Þorgerði Laufeyju formann eftir að samskiptaskýrslu, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, var lekið á Facebook. Hún segist harma að skýrslunni hafi verið lekið og að báðir hlutaðeigandi vilji bæta samskipti sín. Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, segir í samtali við Fréttablaðið að hún myndi telja það skelfilegt ef Þorgerður fær að sitja áfram sem formaður. „Hvað verður um traust og trúnað foreldra grunnskólabarna ef formaður grunnskólakennara gengur svona fram sjálf? Bíður traustið ekki hnekki? Er traustið í húfi? Ég er mjög uggandi yfir þessari stöðu,“ segir Helga Dögg. Á framboðsfundi Félags grunnskólakennara í vikunni var málið til umræðu og gekkst Þorgerður þar við því að hafa ekki gert nægilega vel í samskiptunum. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætti við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Hún bað hins vegar í lok fundarins fólk að láta dómstól götunnar ekki dæma í málinu og svo virðist sem hún vilji sem minnst ræða það. „Því er ég algjörlega ósammála og ég velti fyrir mér hvort stjórn Félags grunnskólakennara hefur vitað af þessu máli og bara þagað. Ef þau vissu ekki af málinu en vita þetta nú, af hverju heyrist þá ekkert frá stjórninni? Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við ef þagga á málið niður,“ segir Helga Dögg við Fréttablaðið. Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Styr stendur nú um Þorgerði Laufeyju formann eftir að samskiptaskýrslu, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, var lekið á Facebook. Hún segist harma að skýrslunni hafi verið lekið og að báðir hlutaðeigandi vilji bæta samskipti sín. Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, segir í samtali við Fréttablaðið að hún myndi telja það skelfilegt ef Þorgerður fær að sitja áfram sem formaður. „Hvað verður um traust og trúnað foreldra grunnskólabarna ef formaður grunnskólakennara gengur svona fram sjálf? Bíður traustið ekki hnekki? Er traustið í húfi? Ég er mjög uggandi yfir þessari stöðu,“ segir Helga Dögg. Á framboðsfundi Félags grunnskólakennara í vikunni var málið til umræðu og gekkst Þorgerður þar við því að hafa ekki gert nægilega vel í samskiptunum. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætti við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Hún bað hins vegar í lok fundarins fólk að láta dómstól götunnar ekki dæma í málinu og svo virðist sem hún vilji sem minnst ræða það. „Því er ég algjörlega ósammála og ég velti fyrir mér hvort stjórn Félags grunnskólakennara hefur vitað af þessu máli og bara þagað. Ef þau vissu ekki af málinu en vita þetta nú, af hverju heyrist þá ekkert frá stjórninni? Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við ef þagga á málið niður,“ segir Helga Dögg við Fréttablaðið.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira