Gagnsæi skapar ekki traust Henry Alexander Henrysson skrifar 29. apríl 2022 12:00 Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Alþingi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun