Munu þín börn læra tæknilæsi? Sara Dögg Svanhildardóttir og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 29. apríl 2022 07:00 Menntadagur atvinnulífsins fór fram nýverið með yfirskriftinni Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Afar spennandi erindi voru á dagskrá þar sem spjótum var beint að menntakerfinu okkar og spurt hvernig menntakerfið okkar ætlar að mæta þeirri færni sem nú þegar eru gerðar kröfur um í atvinnulífinu, hvar sem við stígum niður fæti. Leik- og grunnskólastig var þar engin undantekning því í raun er það mikilvægast að öllu að hefja þessa færniþjálfun sem allra fyrst til þess að tæknilæsi þjóðar verði að veruleika. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. En hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig ætlum við í Garðabæ að haga þessum umbreytingu inn í okkar skólum? Eða er það utan dagskrár? Eigum við ekki að setja tæknilæsi rækilega á dagskrá fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar? Við höfum einfaldlega ekki efni á því að ætla að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun. Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn, þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. Og okkar sveitarstjórnarfólks, því allt snýst þetta á endanum um pólitískar ákvarðanir hvernig skattfé íbúanna er varið. En tækniþróun og uppfærsla hennar inn í skólakerfið okkar kostar. Því miður er ekki hægt að þráast við og ætla þessari tæknibreytingu að eiga sér stað innan skólakerfisins okkar án sérstakst fjárhagslegs stuðning. Svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Garðabær og tæknimenntun Garðabær hóf sína vegferð fyrir margt löngu síðan og þótti framarlega á sviði tæknimenntunar þegar forritunarkennsla var tekin inn í skólana. En hvernig hefur þróunin verið? Hvernig hefur sveitarfélagið stutt við þessa framsýnu vegferð? Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Við þurfum að gera betur. Við höfum kraftinn og viljann í kennarahópnum okkar og megum ekki vera þeim frekari hindrnu. Tökum stór skref, tökum upp þráðinn og gefum í. Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Viðreisn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntadagur atvinnulífsins fór fram nýverið með yfirskriftinni Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Afar spennandi erindi voru á dagskrá þar sem spjótum var beint að menntakerfinu okkar og spurt hvernig menntakerfið okkar ætlar að mæta þeirri færni sem nú þegar eru gerðar kröfur um í atvinnulífinu, hvar sem við stígum niður fæti. Leik- og grunnskólastig var þar engin undantekning því í raun er það mikilvægast að öllu að hefja þessa færniþjálfun sem allra fyrst til þess að tæknilæsi þjóðar verði að veruleika. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. En hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig ætlum við í Garðabæ að haga þessum umbreytingu inn í okkar skólum? Eða er það utan dagskrár? Eigum við ekki að setja tæknilæsi rækilega á dagskrá fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar? Við höfum einfaldlega ekki efni á því að ætla að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun. Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn, þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. Og okkar sveitarstjórnarfólks, því allt snýst þetta á endanum um pólitískar ákvarðanir hvernig skattfé íbúanna er varið. En tækniþróun og uppfærsla hennar inn í skólakerfið okkar kostar. Því miður er ekki hægt að þráast við og ætla þessari tæknibreytingu að eiga sér stað innan skólakerfisins okkar án sérstakst fjárhagslegs stuðning. Svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Garðabær og tæknimenntun Garðabær hóf sína vegferð fyrir margt löngu síðan og þótti framarlega á sviði tæknimenntunar þegar forritunarkennsla var tekin inn í skólana. En hvernig hefur þróunin verið? Hvernig hefur sveitarfélagið stutt við þessa framsýnu vegferð? Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Við þurfum að gera betur. Við höfum kraftinn og viljann í kennarahópnum okkar og megum ekki vera þeim frekari hindrnu. Tökum stór skref, tökum upp þráðinn og gefum í. Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar