Munu þín börn læra tæknilæsi? Sara Dögg Svanhildardóttir og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 29. apríl 2022 07:00 Menntadagur atvinnulífsins fór fram nýverið með yfirskriftinni Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Afar spennandi erindi voru á dagskrá þar sem spjótum var beint að menntakerfinu okkar og spurt hvernig menntakerfið okkar ætlar að mæta þeirri færni sem nú þegar eru gerðar kröfur um í atvinnulífinu, hvar sem við stígum niður fæti. Leik- og grunnskólastig var þar engin undantekning því í raun er það mikilvægast að öllu að hefja þessa færniþjálfun sem allra fyrst til þess að tæknilæsi þjóðar verði að veruleika. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. En hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig ætlum við í Garðabæ að haga þessum umbreytingu inn í okkar skólum? Eða er það utan dagskrár? Eigum við ekki að setja tæknilæsi rækilega á dagskrá fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar? Við höfum einfaldlega ekki efni á því að ætla að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun. Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn, þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. Og okkar sveitarstjórnarfólks, því allt snýst þetta á endanum um pólitískar ákvarðanir hvernig skattfé íbúanna er varið. En tækniþróun og uppfærsla hennar inn í skólakerfið okkar kostar. Því miður er ekki hægt að þráast við og ætla þessari tæknibreytingu að eiga sér stað innan skólakerfisins okkar án sérstakst fjárhagslegs stuðning. Svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Garðabær og tæknimenntun Garðabær hóf sína vegferð fyrir margt löngu síðan og þótti framarlega á sviði tæknimenntunar þegar forritunarkennsla var tekin inn í skólana. En hvernig hefur þróunin verið? Hvernig hefur sveitarfélagið stutt við þessa framsýnu vegferð? Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Við þurfum að gera betur. Við höfum kraftinn og viljann í kennarahópnum okkar og megum ekki vera þeim frekari hindrnu. Tökum stór skref, tökum upp þráðinn og gefum í. Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Viðreisn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntadagur atvinnulífsins fór fram nýverið með yfirskriftinni Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Afar spennandi erindi voru á dagskrá þar sem spjótum var beint að menntakerfinu okkar og spurt hvernig menntakerfið okkar ætlar að mæta þeirri færni sem nú þegar eru gerðar kröfur um í atvinnulífinu, hvar sem við stígum niður fæti. Leik- og grunnskólastig var þar engin undantekning því í raun er það mikilvægast að öllu að hefja þessa færniþjálfun sem allra fyrst til þess að tæknilæsi þjóðar verði að veruleika. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. En hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig ætlum við í Garðabæ að haga þessum umbreytingu inn í okkar skólum? Eða er það utan dagskrár? Eigum við ekki að setja tæknilæsi rækilega á dagskrá fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar? Við höfum einfaldlega ekki efni á því að ætla að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun. Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn, þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. Og okkar sveitarstjórnarfólks, því allt snýst þetta á endanum um pólitískar ákvarðanir hvernig skattfé íbúanna er varið. En tækniþróun og uppfærsla hennar inn í skólakerfið okkar kostar. Því miður er ekki hægt að þráast við og ætla þessari tæknibreytingu að eiga sér stað innan skólakerfisins okkar án sérstakst fjárhagslegs stuðning. Svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Garðabær og tæknimenntun Garðabær hóf sína vegferð fyrir margt löngu síðan og þótti framarlega á sviði tæknimenntunar þegar forritunarkennsla var tekin inn í skólana. En hvernig hefur þróunin verið? Hvernig hefur sveitarfélagið stutt við þessa framsýnu vegferð? Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Við þurfum að gera betur. Við höfum kraftinn og viljann í kennarahópnum okkar og megum ekki vera þeim frekari hindrnu. Tökum stór skref, tökum upp þráðinn og gefum í. Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar