Hverjir eru valkostirnir í vor? Helgi Áss Grétarsson skrifar 28. apríl 2022 09:00 Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum. Núverandi borgarstjóra mun þá sjálfsagt vera áfram við stjórnartaumana en viðkomandi hefur verið viðloðandi æðstu stjórn Reykjavíkurborgar í hér um bil 20 ár. Með því að haka X við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar verið að kjósa borgarstjóraefni sem vill framkvæma, ekki bara tala. Lífsnauðsynlegar breytingar við stjórn Reykjavíkurborgar gætu þá orðið að veruleika. Hvers vegna er þörf á breytingum? Sama hvaða bókhaldsbrellur núverandi meirihluta borgarstjórnar viðhefur, þá eru fjármál Reykjavíkurborgar á slæmum stað. Hér má nefna skuldastöðuna en á yfirstandandi kjörtímabili hafa heildarskuldir Reykjavíkurborgar hækkað um þriðjung. Hallarekstur af hefðbundnum rekstri Reykjavíkurborgar er viðvarandi og launakostnaðar nemur of háu hlutfalli af rekstrartekjum. Brýnt er að taka til í rekstri Reykjavíkurborgar en bættur rekstur mun skila sér til almennings, svo sem með því að arðgreiðslur úr Orkuveitunni fari fremur í að lækka þjónustugjöld á fólk og fyrirtæki í höfuðborginni stað þess að óhóflegar arðgreiðslur frá Orkuveitunni haldi áfram að renna í A-hluta borgarsjóðs. Grunnþjónusta Reykjavíkurborgar er ófullnægjandi. Snjómokstri var illa sinnt í vetur, svo dæmi sé tekið, og úthverfin bera þess vitnis að vera vanrækt. Götuþrif hafa lengi verið í ólagi og ef skattgreiðandi í Reykjavík hefði farið í heimsókn á heimasíðu Reykjavíkurborgar í síðustu viku mátti viðkomandi lesa daglega tilkynningu sem sagði m.a. að verið sé „að innleiða nýtt símkerfi í þjónustuverinu þessa dagana og búast má við truflunum og aukinni bið vegna þessa“. Og það þrátt fyrir það að borgarstjórn hafi á yfirstandandi kjörtímabili samþykkt verkefni um stafræna umbreytingu sem áætlað er að kosti yfir 10 milljarða króna. Kjarni málsins er einfaldur. Forgangsröðun við stjórn Reykjavíkurborgar er í ólestri. Fjármálin eru í ólagi og grunnþjónustan óviðunandi. Stjórnsýslan er svifasein og of mannmörg. Þess vegna er breytinga þörf. Samanburður á valkostum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram lista frambjóðenda sem hafa allt til brunns að bera að gera Reykjavík að betri borg. Sama hvað hver segir þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini raunhæfi valkosturinn sem tryggir að núverandi borgarstjóri fái langþráð frí frá störfum. Með réttu vali kjósenda í vor munum við fá Reykjavík sem virkar. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun