Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 26. apríl 2022 22:29 Finnur Freyr er kominn með sína menn í úrslit. Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum. Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
„Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum.
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56