Jared Padalecki er ekki aðeins þekktur fyrir leik sinn í Supernatural heldur sló hann einnig í gegn sem Dean í Gilmore Girls á sínum tíma. Ackles segir hann hafa lent í mjög slæmu bílslysi en að þeir hafi rætt saman daginn áður og að hann sendi ást á aðdáendur þáttarins sem voru komnir á ráðstefnuna.
„Hann lenti í mjög slæmu bílslysi. Hann var ekki að keyra, hann var í farþegasætinu og hann er heppinn að vera á lífi,“
deildi hann. Hann segir hann vera heima að jafna sig og að það sé ótrúlegt að hann sé ekki staddur á spítala eftir slysið þar sem bíllinn hafi verið í molum. Hann segir loftpúðann hafa skipt sköpum en hann valdi höggi og segir Padalecki hafa lýst líðaninni líkt og hann hafi klárað tólf lotur í hringnum með Mike Tyson.
Hey #SpnFamily! Sorry to miss y all in NYC this weekend. Thank you and the #WalkerFamily for all the love and support. Can t wait to see y all again.
— Jared Padalecki (@jarpad) April 21, 2022
Aðdáendur voru ekki lengi að senda honum hlýjar hugsanir og fallegar kveðjur með myllumerkinu #WeLoveYouJaredPadalecki og #GetWellSoonJared.