Sjálfsvantraust Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2022 09:01 Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega. Það var því mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnina að vel tækist til. Þetta var ekki bara eina sérstaka mál flokksins heldur eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Ég þarf ekki að lýsa því mikið nánar hvernig þetta gekk til því fátt annað kemst að í fréttum þessa dagana. Eðlilega. Jafnvel stöku stjórnarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og taka undir þá gagnrýni sem bergmálar um allt samfélagið. Í kjölfarið hefur átt sér stað veruleg stefnubreyting hjá ríkisstjórninni. Viðbrögð hennar eða formanna stjórnarflokkanna eru meðal annars þau að leggja niður Bankasýslu ríkisins, vegna ákvarðana sem ráðherrar á endanum tóku sjálfir. Þau viðbrögð má varla skilja öðruvísi en tilraun til hvítþvottar. Hin stóra pólitíska ákvörðun er hins vegar sú að hætta við frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. Þar með verður einnig vikið frá gildandi eigendastefnu ríkisstjórnarinnar. En þetta þýðir líka á mannamáli að eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu hefur verið tekið af lífi. Því er slaufað. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn lýsir í raun yfir vantrausti á sjálfa sig. Ríkisstjórnin sjálf segir að hún hafi haldið svo illa á einu stærsta máli kjörtímabilsins að ekki sé verjandi að öllu óbreyttu að halda áfram með það. Sjálfsvantraust er ný staða í íslenskri pólitík. Og þetta er staða sem er ekki góð. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá meginstefnu að selja hluti ríkisins í fjármálakerfinu en halda eftir um 40% hlut í Landsbankanum. Forsenda okkar hefur ávallt verið sú að þetta yrði gert á grundvelli almannahagsmuna. Nú er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin ákvað að fara fullnægði ekki þeim kröfum. Ríkisstjórnin þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum því á endanum ber hún á ábyrgð á öllum sínum verkum. Hvort sem henni líkar betur eða verr. Hagsmunir almennings og fyrirtækja, sem eiga viðskipti við bankana kalla á aukið traust og meiri samkeppni á fjármálamarkaði. Á það höfum við ávallt lagt höfuð áherslu. Samkeppni virðist hins vegar bannorð í hugum stjórnarflokkanna. Hvort sem litið er til aðkomu erlendra fjárfesta í fjármálakerfinu eða fjölda annarra samkeppnismála sem ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu gegn. Það bitnar á endanum á hag almennings og lífsgæðum fólks. Fyrir þá sem vilja umbætur á grundvelli almannahagsmuna er vont að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa strandsiglt þessu máli. Afleiðingarnar af því eru bæði raunverulegar og alvarlegar. Það verður ekki leyst með því einu að leggja Bankasýsluna niður. Það þarf annað og meira til svo hægt verði að ýta þessu mikilvæga máli aftur á flot í fullu trausti og í sátt við almenning. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega. Það var því mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnina að vel tækist til. Þetta var ekki bara eina sérstaka mál flokksins heldur eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Ég þarf ekki að lýsa því mikið nánar hvernig þetta gekk til því fátt annað kemst að í fréttum þessa dagana. Eðlilega. Jafnvel stöku stjórnarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og taka undir þá gagnrýni sem bergmálar um allt samfélagið. Í kjölfarið hefur átt sér stað veruleg stefnubreyting hjá ríkisstjórninni. Viðbrögð hennar eða formanna stjórnarflokkanna eru meðal annars þau að leggja niður Bankasýslu ríkisins, vegna ákvarðana sem ráðherrar á endanum tóku sjálfir. Þau viðbrögð má varla skilja öðruvísi en tilraun til hvítþvottar. Hin stóra pólitíska ákvörðun er hins vegar sú að hætta við frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. Þar með verður einnig vikið frá gildandi eigendastefnu ríkisstjórnarinnar. En þetta þýðir líka á mannamáli að eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu hefur verið tekið af lífi. Því er slaufað. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn lýsir í raun yfir vantrausti á sjálfa sig. Ríkisstjórnin sjálf segir að hún hafi haldið svo illa á einu stærsta máli kjörtímabilsins að ekki sé verjandi að öllu óbreyttu að halda áfram með það. Sjálfsvantraust er ný staða í íslenskri pólitík. Og þetta er staða sem er ekki góð. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá meginstefnu að selja hluti ríkisins í fjármálakerfinu en halda eftir um 40% hlut í Landsbankanum. Forsenda okkar hefur ávallt verið sú að þetta yrði gert á grundvelli almannahagsmuna. Nú er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin ákvað að fara fullnægði ekki þeim kröfum. Ríkisstjórnin þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum því á endanum ber hún á ábyrgð á öllum sínum verkum. Hvort sem henni líkar betur eða verr. Hagsmunir almennings og fyrirtækja, sem eiga viðskipti við bankana kalla á aukið traust og meiri samkeppni á fjármálamarkaði. Á það höfum við ávallt lagt höfuð áherslu. Samkeppni virðist hins vegar bannorð í hugum stjórnarflokkanna. Hvort sem litið er til aðkomu erlendra fjárfesta í fjármálakerfinu eða fjölda annarra samkeppnismála sem ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu gegn. Það bitnar á endanum á hag almennings og lífsgæðum fólks. Fyrir þá sem vilja umbætur á grundvelli almannahagsmuna er vont að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa strandsiglt þessu máli. Afleiðingarnar af því eru bæði raunverulegar og alvarlegar. Það verður ekki leyst með því einu að leggja Bankasýsluna niður. Það þarf annað og meira til svo hægt verði að ýta þessu mikilvæga máli aftur á flot í fullu trausti og í sátt við almenning. Höfundur er formaður Viðreisnar.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun