Sjálfsvantraust Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2022 09:01 Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega. Það var því mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnina að vel tækist til. Þetta var ekki bara eina sérstaka mál flokksins heldur eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Ég þarf ekki að lýsa því mikið nánar hvernig þetta gekk til því fátt annað kemst að í fréttum þessa dagana. Eðlilega. Jafnvel stöku stjórnarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og taka undir þá gagnrýni sem bergmálar um allt samfélagið. Í kjölfarið hefur átt sér stað veruleg stefnubreyting hjá ríkisstjórninni. Viðbrögð hennar eða formanna stjórnarflokkanna eru meðal annars þau að leggja niður Bankasýslu ríkisins, vegna ákvarðana sem ráðherrar á endanum tóku sjálfir. Þau viðbrögð má varla skilja öðruvísi en tilraun til hvítþvottar. Hin stóra pólitíska ákvörðun er hins vegar sú að hætta við frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. Þar með verður einnig vikið frá gildandi eigendastefnu ríkisstjórnarinnar. En þetta þýðir líka á mannamáli að eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu hefur verið tekið af lífi. Því er slaufað. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn lýsir í raun yfir vantrausti á sjálfa sig. Ríkisstjórnin sjálf segir að hún hafi haldið svo illa á einu stærsta máli kjörtímabilsins að ekki sé verjandi að öllu óbreyttu að halda áfram með það. Sjálfsvantraust er ný staða í íslenskri pólitík. Og þetta er staða sem er ekki góð. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá meginstefnu að selja hluti ríkisins í fjármálakerfinu en halda eftir um 40% hlut í Landsbankanum. Forsenda okkar hefur ávallt verið sú að þetta yrði gert á grundvelli almannahagsmuna. Nú er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin ákvað að fara fullnægði ekki þeim kröfum. Ríkisstjórnin þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum því á endanum ber hún á ábyrgð á öllum sínum verkum. Hvort sem henni líkar betur eða verr. Hagsmunir almennings og fyrirtækja, sem eiga viðskipti við bankana kalla á aukið traust og meiri samkeppni á fjármálamarkaði. Á það höfum við ávallt lagt höfuð áherslu. Samkeppni virðist hins vegar bannorð í hugum stjórnarflokkanna. Hvort sem litið er til aðkomu erlendra fjárfesta í fjármálakerfinu eða fjölda annarra samkeppnismála sem ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu gegn. Það bitnar á endanum á hag almennings og lífsgæðum fólks. Fyrir þá sem vilja umbætur á grundvelli almannahagsmuna er vont að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa strandsiglt þessu máli. Afleiðingarnar af því eru bæði raunverulegar og alvarlegar. Það verður ekki leyst með því einu að leggja Bankasýsluna niður. Það þarf annað og meira til svo hægt verði að ýta þessu mikilvæga máli aftur á flot í fullu trausti og í sátt við almenning. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega. Það var því mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnina að vel tækist til. Þetta var ekki bara eina sérstaka mál flokksins heldur eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Ég þarf ekki að lýsa því mikið nánar hvernig þetta gekk til því fátt annað kemst að í fréttum þessa dagana. Eðlilega. Jafnvel stöku stjórnarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og taka undir þá gagnrýni sem bergmálar um allt samfélagið. Í kjölfarið hefur átt sér stað veruleg stefnubreyting hjá ríkisstjórninni. Viðbrögð hennar eða formanna stjórnarflokkanna eru meðal annars þau að leggja niður Bankasýslu ríkisins, vegna ákvarðana sem ráðherrar á endanum tóku sjálfir. Þau viðbrögð má varla skilja öðruvísi en tilraun til hvítþvottar. Hin stóra pólitíska ákvörðun er hins vegar sú að hætta við frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. Þar með verður einnig vikið frá gildandi eigendastefnu ríkisstjórnarinnar. En þetta þýðir líka á mannamáli að eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu hefur verið tekið af lífi. Því er slaufað. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn lýsir í raun yfir vantrausti á sjálfa sig. Ríkisstjórnin sjálf segir að hún hafi haldið svo illa á einu stærsta máli kjörtímabilsins að ekki sé verjandi að öllu óbreyttu að halda áfram með það. Sjálfsvantraust er ný staða í íslenskri pólitík. Og þetta er staða sem er ekki góð. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá meginstefnu að selja hluti ríkisins í fjármálakerfinu en halda eftir um 40% hlut í Landsbankanum. Forsenda okkar hefur ávallt verið sú að þetta yrði gert á grundvelli almannahagsmuna. Nú er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin ákvað að fara fullnægði ekki þeim kröfum. Ríkisstjórnin þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum því á endanum ber hún á ábyrgð á öllum sínum verkum. Hvort sem henni líkar betur eða verr. Hagsmunir almennings og fyrirtækja, sem eiga viðskipti við bankana kalla á aukið traust og meiri samkeppni á fjármálamarkaði. Á það höfum við ávallt lagt höfuð áherslu. Samkeppni virðist hins vegar bannorð í hugum stjórnarflokkanna. Hvort sem litið er til aðkomu erlendra fjárfesta í fjármálakerfinu eða fjölda annarra samkeppnismála sem ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu gegn. Það bitnar á endanum á hag almennings og lífsgæðum fólks. Fyrir þá sem vilja umbætur á grundvelli almannahagsmuna er vont að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa strandsiglt þessu máli. Afleiðingarnar af því eru bæði raunverulegar og alvarlegar. Það verður ekki leyst með því einu að leggja Bankasýsluna niður. Það þarf annað og meira til svo hægt verði að ýta þessu mikilvæga máli aftur á flot í fullu trausti og í sátt við almenning. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun