Kjalarnesið á ís Guðni Ársæll Indriðason skrifar 24. apríl 2022 07:00 Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps. Fyrir sameininguna var samþykkt stækkun Grundarhverfis. Um 50 lóðir voru í boði. Ákall hefur verið um það á Kjalarnesinu síðustu 18 ár að bjóða lóðir til að viðhalda eðlilegri þróun um íbúafjölda. Þrátt fyrir að um 20 lóðir séu til þá fæst engin vegna mögulegra fornminja eða vegna ófrágengins skipulags. Enginn vilji hefur verið til að bæta þar úr. Á þessum tíma hefur nemendum Klébergsskóla fækkað úr tæpum 200 í rúma 100. Þessi þróun veldur minni möguleikum á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lakari félagslegri stöðu barna, minni þjónustu á Kjalarnesi og flótta barnafjölskyldna. Ætla má af samkomulagi því sem gert var á milli Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar fyrir sameininguna að áframhald yrði á uppbyggingu og um leið yrði þjónusta aukin í samræmi við fjölgun íbúa. Í dag eru almenningssamgöngur á Kjalarnesi bornar uppi af landsbyggðarstrætó. Á upphafsárum landsbyggðarstrætó áttu Kjalnesingar von á að enginn strætó kæmi ef það væri ófært til Akureyrar. Eitthvað hafa ráðamenn séð að sér og dugar að það sé ófært undir Hafnarfjalli til að strætó sjáist ekki. Áreiðanlegri er þjónustan nú ekki. Sjálfbærni hverfisins er ekki áhugamál núverandi valdhafa borgarinnar. Gjarnan hafa Kjalnesingar talað um að Kjalarnesið gleymist alltaf. Ég tel að málið sé alvarlegra en það og Kjalarnesinu vísvitandi haldið til hliðar, nánast á ís. Það passar ekki inn í núverandi mynd uppbyggingar í Reykjavík um þéttingu og borgarlínu. Miðflokkurinn leggur áherslu á að úthverfin fái líka að þróast, eflast og styðja við þá byggð sem er þar nú þegar. Á Kjalarnesi eru miklir möguleikar fyrir eðlilega uppbyggingu sem getur gert Kjalarnesið sjálfbærara gagnvart þjónustu og atvinnu. Til þess þarf að skipuleggja íbúalóðir og atvinnulóðir við Grundarhverfi. X-M fyrir meira Kjalarnes. Höfundur er í 5. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps. Fyrir sameininguna var samþykkt stækkun Grundarhverfis. Um 50 lóðir voru í boði. Ákall hefur verið um það á Kjalarnesinu síðustu 18 ár að bjóða lóðir til að viðhalda eðlilegri þróun um íbúafjölda. Þrátt fyrir að um 20 lóðir séu til þá fæst engin vegna mögulegra fornminja eða vegna ófrágengins skipulags. Enginn vilji hefur verið til að bæta þar úr. Á þessum tíma hefur nemendum Klébergsskóla fækkað úr tæpum 200 í rúma 100. Þessi þróun veldur minni möguleikum á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lakari félagslegri stöðu barna, minni þjónustu á Kjalarnesi og flótta barnafjölskyldna. Ætla má af samkomulagi því sem gert var á milli Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar fyrir sameininguna að áframhald yrði á uppbyggingu og um leið yrði þjónusta aukin í samræmi við fjölgun íbúa. Í dag eru almenningssamgöngur á Kjalarnesi bornar uppi af landsbyggðarstrætó. Á upphafsárum landsbyggðarstrætó áttu Kjalnesingar von á að enginn strætó kæmi ef það væri ófært til Akureyrar. Eitthvað hafa ráðamenn séð að sér og dugar að það sé ófært undir Hafnarfjalli til að strætó sjáist ekki. Áreiðanlegri er þjónustan nú ekki. Sjálfbærni hverfisins er ekki áhugamál núverandi valdhafa borgarinnar. Gjarnan hafa Kjalnesingar talað um að Kjalarnesið gleymist alltaf. Ég tel að málið sé alvarlegra en það og Kjalarnesinu vísvitandi haldið til hliðar, nánast á ís. Það passar ekki inn í núverandi mynd uppbyggingar í Reykjavík um þéttingu og borgarlínu. Miðflokkurinn leggur áherslu á að úthverfin fái líka að þróast, eflast og styðja við þá byggð sem er þar nú þegar. Á Kjalarnesi eru miklir möguleikar fyrir eðlilega uppbyggingu sem getur gert Kjalarnesið sjálfbærara gagnvart þjónustu og atvinnu. Til þess þarf að skipuleggja íbúalóðir og atvinnulóðir við Grundarhverfi. X-M fyrir meira Kjalarnes. Höfundur er í 5. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar