Kjalarnesið á ís Guðni Ársæll Indriðason skrifar 24. apríl 2022 07:00 Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps. Fyrir sameininguna var samþykkt stækkun Grundarhverfis. Um 50 lóðir voru í boði. Ákall hefur verið um það á Kjalarnesinu síðustu 18 ár að bjóða lóðir til að viðhalda eðlilegri þróun um íbúafjölda. Þrátt fyrir að um 20 lóðir séu til þá fæst engin vegna mögulegra fornminja eða vegna ófrágengins skipulags. Enginn vilji hefur verið til að bæta þar úr. Á þessum tíma hefur nemendum Klébergsskóla fækkað úr tæpum 200 í rúma 100. Þessi þróun veldur minni möguleikum á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lakari félagslegri stöðu barna, minni þjónustu á Kjalarnesi og flótta barnafjölskyldna. Ætla má af samkomulagi því sem gert var á milli Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar fyrir sameininguna að áframhald yrði á uppbyggingu og um leið yrði þjónusta aukin í samræmi við fjölgun íbúa. Í dag eru almenningssamgöngur á Kjalarnesi bornar uppi af landsbyggðarstrætó. Á upphafsárum landsbyggðarstrætó áttu Kjalnesingar von á að enginn strætó kæmi ef það væri ófært til Akureyrar. Eitthvað hafa ráðamenn séð að sér og dugar að það sé ófært undir Hafnarfjalli til að strætó sjáist ekki. Áreiðanlegri er þjónustan nú ekki. Sjálfbærni hverfisins er ekki áhugamál núverandi valdhafa borgarinnar. Gjarnan hafa Kjalnesingar talað um að Kjalarnesið gleymist alltaf. Ég tel að málið sé alvarlegra en það og Kjalarnesinu vísvitandi haldið til hliðar, nánast á ís. Það passar ekki inn í núverandi mynd uppbyggingar í Reykjavík um þéttingu og borgarlínu. Miðflokkurinn leggur áherslu á að úthverfin fái líka að þróast, eflast og styðja við þá byggð sem er þar nú þegar. Á Kjalarnesi eru miklir möguleikar fyrir eðlilega uppbyggingu sem getur gert Kjalarnesið sjálfbærara gagnvart þjónustu og atvinnu. Til þess þarf að skipuleggja íbúalóðir og atvinnulóðir við Grundarhverfi. X-M fyrir meira Kjalarnes. Höfundur er í 5. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps. Fyrir sameininguna var samþykkt stækkun Grundarhverfis. Um 50 lóðir voru í boði. Ákall hefur verið um það á Kjalarnesinu síðustu 18 ár að bjóða lóðir til að viðhalda eðlilegri þróun um íbúafjölda. Þrátt fyrir að um 20 lóðir séu til þá fæst engin vegna mögulegra fornminja eða vegna ófrágengins skipulags. Enginn vilji hefur verið til að bæta þar úr. Á þessum tíma hefur nemendum Klébergsskóla fækkað úr tæpum 200 í rúma 100. Þessi þróun veldur minni möguleikum á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lakari félagslegri stöðu barna, minni þjónustu á Kjalarnesi og flótta barnafjölskyldna. Ætla má af samkomulagi því sem gert var á milli Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar fyrir sameininguna að áframhald yrði á uppbyggingu og um leið yrði þjónusta aukin í samræmi við fjölgun íbúa. Í dag eru almenningssamgöngur á Kjalarnesi bornar uppi af landsbyggðarstrætó. Á upphafsárum landsbyggðarstrætó áttu Kjalnesingar von á að enginn strætó kæmi ef það væri ófært til Akureyrar. Eitthvað hafa ráðamenn séð að sér og dugar að það sé ófært undir Hafnarfjalli til að strætó sjáist ekki. Áreiðanlegri er þjónustan nú ekki. Sjálfbærni hverfisins er ekki áhugamál núverandi valdhafa borgarinnar. Gjarnan hafa Kjalnesingar talað um að Kjalarnesið gleymist alltaf. Ég tel að málið sé alvarlegra en það og Kjalarnesinu vísvitandi haldið til hliðar, nánast á ís. Það passar ekki inn í núverandi mynd uppbyggingar í Reykjavík um þéttingu og borgarlínu. Miðflokkurinn leggur áherslu á að úthverfin fái líka að þróast, eflast og styðja við þá byggð sem er þar nú þegar. Á Kjalarnesi eru miklir möguleikar fyrir eðlilega uppbyggingu sem getur gert Kjalarnesið sjálfbærara gagnvart þjónustu og atvinnu. Til þess þarf að skipuleggja íbúalóðir og atvinnulóðir við Grundarhverfi. X-M fyrir meira Kjalarnes. Höfundur er í 5. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar