Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 12:16 Sigmar Guðmundsson segir ákvarðanatöku sem þessa ekki boðlega hjá æðstu stjórn ríkisins og segir gagnsæi í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar lítið. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísi undir nafninu „Röng yfirlýsing ríkisstjórnar“. Yfirlýsing um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19.apríl en í grein Sigmars skrifar hanns að á þeim tíma hafi ellefu dagar verið liðnir frá síðasta fundi ríkisstjórnarinnar og að þá hafi málefni Bankasýslunnar ekki verið að dagskrá. „Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa,“ skrifar Sigmar. „Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur.“ Sigmar segir skýrt sé í reglum um ríkisstjórnarfundi að mikilvæg stjórnarmálefni skuli taka fyrir á fundum og að til þeirra teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Alvarleg innanmein og ósætti innan ríkisstjórnarinnar Þá segir Sigmar að mikilvægt hefði verið að ræða þetta mál í ljósi forsögu þess. Hann segir að á ríkisstjórnarfundi hefðu einstaka ráðherrar getað viðrað mögulega andstöðu sína við málið í stað þess að það væri gert í fjölmiðlum þegar allt væri um garð gengið. Sigmar segir erfitt að ná rökrænu samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. „Ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta.“ „Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl.“ Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísi undir nafninu „Röng yfirlýsing ríkisstjórnar“. Yfirlýsing um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19.apríl en í grein Sigmars skrifar hanns að á þeim tíma hafi ellefu dagar verið liðnir frá síðasta fundi ríkisstjórnarinnar og að þá hafi málefni Bankasýslunnar ekki verið að dagskrá. „Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa,“ skrifar Sigmar. „Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur.“ Sigmar segir skýrt sé í reglum um ríkisstjórnarfundi að mikilvæg stjórnarmálefni skuli taka fyrir á fundum og að til þeirra teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Alvarleg innanmein og ósætti innan ríkisstjórnarinnar Þá segir Sigmar að mikilvægt hefði verið að ræða þetta mál í ljósi forsögu þess. Hann segir að á ríkisstjórnarfundi hefðu einstaka ráðherrar getað viðrað mögulega andstöðu sína við málið í stað þess að það væri gert í fjölmiðlum þegar allt væri um garð gengið. Sigmar segir erfitt að ná rökrænu samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. „Ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta.“ „Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl.“
Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00
Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33