Leggja áherslu á samgöngu- og húsnæðismál: „Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. apríl 2022 17:55 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og borgarstjóri, segir stefnu flokksins skýra. Mynd/Berglaug Samfylkingin í Reykjavík kynnti í dag áherslur sínar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði en helstu áherslumálin eru húsnæðissáttmáli, fjárfestingar í hverfinu, Borgarlína og betri borg fyrir börnin. Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarstjóri, kynnti kosningaáherslur flokksins í Gamla bíó en hann segir stefnuna skýra. Þá sé fólk sammála því að Reykjavík sé á réttri leið með Samfylkinguna í broddi fylkingar. Að hans sögn munu komandi kosningar snúast um hvort nýjar lausnir í samgöngumálum á borð við Borgarlínu nái fram að ganga eða hvort þær stöðvist, hvernig framtíð Miklubrautar og Sæbrautar í stokk verður. Hönnun Borgarlínu sé þegar vel á veg komin og framkvæmdir við hana hefjast innan árs. Þá snúist kosningarnar um hvort uppbygging óhagnaðadrifins húsnæðis haldi áfram. „Hvort við höldum áfram kraftmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eða hvort það verði rifið í handbremsuna með því að dreifa byggð,“ segir Dagur. Í tilkynningu um málið er vísað til þess að nú þegar hafi verið gerðum samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið en nú þurfi húsnæðissáttmála. Samfylkingin vill tvöfalda fyrri áætlanir um uppbyggingu með því að byggja tíu þúsund óbúðir á næstu fimm árum. Takist það verði það met en flokkurinn segir það mögulegt með samstilltu átaki. Það var líf og fjör í Gamla bíó þegar áherslumálin voru kynnt. Mynd/Berglaug Þar að auki verði tekist á um hvort það eigi að fjárfesta í hverfum í formi íþróttamannvirkja, skóla og sundlauga. „Eða hvort allt það fjármagn verði sogað í burtu og sett í að byggja ný hverfi frá grunni utan borgarmarkanna,“ segir Dagur. „Við höfum einbeitt okkur að því á undanförnum árum að byggja upp þétta, líflega og áhugaverða borg fyrir alla Reykvíkinga. Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best til að halda áfram á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kosningaáherslurnar má finna í heild sinni hér. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarstjóri, kynnti kosningaáherslur flokksins í Gamla bíó en hann segir stefnuna skýra. Þá sé fólk sammála því að Reykjavík sé á réttri leið með Samfylkinguna í broddi fylkingar. Að hans sögn munu komandi kosningar snúast um hvort nýjar lausnir í samgöngumálum á borð við Borgarlínu nái fram að ganga eða hvort þær stöðvist, hvernig framtíð Miklubrautar og Sæbrautar í stokk verður. Hönnun Borgarlínu sé þegar vel á veg komin og framkvæmdir við hana hefjast innan árs. Þá snúist kosningarnar um hvort uppbygging óhagnaðadrifins húsnæðis haldi áfram. „Hvort við höldum áfram kraftmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eða hvort það verði rifið í handbremsuna með því að dreifa byggð,“ segir Dagur. Í tilkynningu um málið er vísað til þess að nú þegar hafi verið gerðum samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið en nú þurfi húsnæðissáttmála. Samfylkingin vill tvöfalda fyrri áætlanir um uppbyggingu með því að byggja tíu þúsund óbúðir á næstu fimm árum. Takist það verði það met en flokkurinn segir það mögulegt með samstilltu átaki. Það var líf og fjör í Gamla bíó þegar áherslumálin voru kynnt. Mynd/Berglaug Þar að auki verði tekist á um hvort það eigi að fjárfesta í hverfum í formi íþróttamannvirkja, skóla og sundlauga. „Eða hvort allt það fjármagn verði sogað í burtu og sett í að byggja ný hverfi frá grunni utan borgarmarkanna,“ segir Dagur. „Við höfum einbeitt okkur að því á undanförnum árum að byggja upp þétta, líflega og áhugaverða borg fyrir alla Reykvíkinga. Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best til að halda áfram á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kosningaáherslurnar má finna í heild sinni hér.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira