Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. apríl 2022 18:53 Það sem af er ári hafa 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“ Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Sjá meira
Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Sjá meira
Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30