Í færslu á Facebook-síðu Faxaflóahafna segir að Roman hafi mætt á skrifstofur fyrirtækisins þann 13. apríl síðastliðinn til að kanna möguleika á starfi. Strax hafi verið ákveðið að ráða hann til starfa hjá hafnarþjónustu Faxaflóahafna.
Talið er að starfskraftar hans muni þar nýtast vel en Roman er lærður vélstjóri og hefur starfað sem slíkur í nokkur ár. Að sögn Faxaflóahafna hefur hann jafnframt hug á að búa á Íslandi í framtíðinni.
„Faxaflóahafnir bjóða Roman hjartanlega velkominn til starfa hjá fyrirtækinu,“ segir í færslunni.