Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 84–89 Valur | Valur tekur heimavallaréttinn af Þór Andri Már Eggertsson skrifar 20. apríl 2022 23:48 Callum Lawson hafði betur gegn sínum gömlu félögum í kvöld. vísir/bára Valur stal heimavellinum af Íslandsmeisturum Þórs með fimm stiga sigri, 84-89, eftir framlengdan leik í Þorlákshöfn. Valur er nú 1-0 yfir í undanúrslita einvíginu. Leikurinn byrjaði fjörlega liðin skiptust á fimm stiga áhlaupum. Eftir jafna byrjun átti Valur afar góðan lokasprett í fyrsta fjórðungi þar sem gestirnir gerðu átta stig í röð. Valur var tíu stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 14-24. Þór átti í miklum vandræðum með hreyfanlega vörn Vals sem hélt sóknarmönnum Þórs vel fyrir framan sig. Þór tapaði átta boltum í fyrsta leikhluta sem var yfir öll velsæmismörk. Valsarar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og byrjuðu annan leikhluta á þriggja stiga körfu. Gestirnir kórónuðu 13 stiga áhlaup með jarðskjálfta troðslu frá Kristófer Acox yfir Ronaldas Rutkauskas. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, tók leikhlé beint eftir troðslu Kristófers sem virkaði og heimamenn söxuðu á forskot Vals. Kári Jónsson endaði öflugan fyrri hálfleik Vals á flautukörfu þar sem hann keyrði á körfuna og setti niður sniðskot í traffík. Valur var með sjö stiga forystu í hálfleik 35-42. Áhyggjuefni Þórs í fyrri hálfleik var 11 tapaðir boltar og 35 prósent skotnýting. Kristófer Acox vakti björninn í byrjun síðari hálfleiks. Kristófer setti fótinn fyrir Glynn Watson sem datt og Kristófer fékk óíþróttamannslega villu eftir að dómararnir kíktu í skjáinn. Glynn setti niður bæði vítin og henti síðan í þriggja stiga körfu þar sem Þór hélt boltanum eftir vítin. Þá var allt jafnt 47-47. Þórsarar fundu sinn besta takt í þriðja leikhluta og spiluðu í fyrsta sinn í leiknum hraðann bolta. Heimamenn tóku 14 þriggja stiga skot og hittu úr sjö. Kári Jónsson minnkaði forskot Þórs niður í tvö stig með síðustu körfu þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir setti Glynn Watson þrist og kom heimamönnum einu stigi yfir 77-76. Valur fékk lokasóknina sem endaði með að Jacob Dalton Calloway fór á vítalínuna og hitt úr einu af tveimur vítum. Framlengja þurfti leikinn. Valur var sterkari á svellinu í framlengingunni. Gestirnir tóku tvö sóknarfráköst sem reyndust afar stór og það skilaði fimm stigum. Valur vann leikinn á endanum 84-89. Af hverju vann Valur? Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og Valur vildi. Þetta var hægur leikur á hálfum velli sem er ekki styrkleiki Þórs Þorlákshafnar. Í framlengingunni tók Valur þrjú sóknarfráköst sem reyndist afar mikilvægt fyrir gestina. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson átti frábæran leik. Kári setti 25 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jacob Dalton Calloway lék sér oft að eldinum með því að klikka á sex vítum en annars átti hann afar öflugan leik. Hann endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 27 stig og tók 11 fráköst. Hvað gekk illa? Luciano Nicolas Massarelli átti eflaust sinn lélegasta leik í treyju Þórs Þorlákshafnar. Hann var 1 af 7 utan af velli og með hann inn á tapaði Þór með 18 stigum. Hann spilaði aðeins 13 mínútur og var honum ekki treyst fyrir hlutverki í brakinu eða í framlengingunni. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á laugardaginn í Origo-höllinni klukkan 20:15. „Förum í sumarfrí ef við mætum svona illa til leiks“ Davíð var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var svekktur með úrslitin en var þó nokkuð jákvæður eftir leik. „Það vantaði ekki mikið upp á í þessum leik. Valur var með meiri orku í framlengingunni en eitt skot okkur í hag í fjórða leikhluta og þá væri ég glaður núna,“ sagði Davíð eftir leik. Þór gerði aðeins 77 stig í fjórum leikhlutum sem telst ekki mikið hjá Íslandsmeisturunum. „Mér fannst við spila ágætlega þrátt fyrir að fara illa með nokkur opinn skot. Þetta var hægur leikur sem var spilaður mest á hálfum velli.“ Davíð var nokkuð jákvæður eftir leik og sá margt gott í leik Þórs. „Mér fannst við gera fullt af hlutum ágætlega en við eigum fullt inni og við verðum að mæta betur í leiki. Valur var miklu betri í fyrri hálfleik sem endaði með að við töpuðum ellefu boltum.“ „Við vorum allt of linir í byrjun, þeir skoruðu og skoruðu án þess að neinn braut á þeim eða reyndi að stöðva þá. Við getum ekki mætt svona til leiks þá erum við að fara í sumarfrí,“ Davíð Arnar að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. „ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur
Valur stal heimavellinum af Íslandsmeisturum Þórs með fimm stiga sigri, 84-89, eftir framlengdan leik í Þorlákshöfn. Valur er nú 1-0 yfir í undanúrslita einvíginu. Leikurinn byrjaði fjörlega liðin skiptust á fimm stiga áhlaupum. Eftir jafna byrjun átti Valur afar góðan lokasprett í fyrsta fjórðungi þar sem gestirnir gerðu átta stig í röð. Valur var tíu stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 14-24. Þór átti í miklum vandræðum með hreyfanlega vörn Vals sem hélt sóknarmönnum Þórs vel fyrir framan sig. Þór tapaði átta boltum í fyrsta leikhluta sem var yfir öll velsæmismörk. Valsarar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og byrjuðu annan leikhluta á þriggja stiga körfu. Gestirnir kórónuðu 13 stiga áhlaup með jarðskjálfta troðslu frá Kristófer Acox yfir Ronaldas Rutkauskas. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, tók leikhlé beint eftir troðslu Kristófers sem virkaði og heimamenn söxuðu á forskot Vals. Kári Jónsson endaði öflugan fyrri hálfleik Vals á flautukörfu þar sem hann keyrði á körfuna og setti niður sniðskot í traffík. Valur var með sjö stiga forystu í hálfleik 35-42. Áhyggjuefni Þórs í fyrri hálfleik var 11 tapaðir boltar og 35 prósent skotnýting. Kristófer Acox vakti björninn í byrjun síðari hálfleiks. Kristófer setti fótinn fyrir Glynn Watson sem datt og Kristófer fékk óíþróttamannslega villu eftir að dómararnir kíktu í skjáinn. Glynn setti niður bæði vítin og henti síðan í þriggja stiga körfu þar sem Þór hélt boltanum eftir vítin. Þá var allt jafnt 47-47. Þórsarar fundu sinn besta takt í þriðja leikhluta og spiluðu í fyrsta sinn í leiknum hraðann bolta. Heimamenn tóku 14 þriggja stiga skot og hittu úr sjö. Kári Jónsson minnkaði forskot Þórs niður í tvö stig með síðustu körfu þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir setti Glynn Watson þrist og kom heimamönnum einu stigi yfir 77-76. Valur fékk lokasóknina sem endaði með að Jacob Dalton Calloway fór á vítalínuna og hitt úr einu af tveimur vítum. Framlengja þurfti leikinn. Valur var sterkari á svellinu í framlengingunni. Gestirnir tóku tvö sóknarfráköst sem reyndust afar stór og það skilaði fimm stigum. Valur vann leikinn á endanum 84-89. Af hverju vann Valur? Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og Valur vildi. Þetta var hægur leikur á hálfum velli sem er ekki styrkleiki Þórs Þorlákshafnar. Í framlengingunni tók Valur þrjú sóknarfráköst sem reyndist afar mikilvægt fyrir gestina. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson átti frábæran leik. Kári setti 25 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jacob Dalton Calloway lék sér oft að eldinum með því að klikka á sex vítum en annars átti hann afar öflugan leik. Hann endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 27 stig og tók 11 fráköst. Hvað gekk illa? Luciano Nicolas Massarelli átti eflaust sinn lélegasta leik í treyju Þórs Þorlákshafnar. Hann var 1 af 7 utan af velli og með hann inn á tapaði Þór með 18 stigum. Hann spilaði aðeins 13 mínútur og var honum ekki treyst fyrir hlutverki í brakinu eða í framlengingunni. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á laugardaginn í Origo-höllinni klukkan 20:15. „Förum í sumarfrí ef við mætum svona illa til leiks“ Davíð var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var svekktur með úrslitin en var þó nokkuð jákvæður eftir leik. „Það vantaði ekki mikið upp á í þessum leik. Valur var með meiri orku í framlengingunni en eitt skot okkur í hag í fjórða leikhluta og þá væri ég glaður núna,“ sagði Davíð eftir leik. Þór gerði aðeins 77 stig í fjórum leikhlutum sem telst ekki mikið hjá Íslandsmeisturunum. „Mér fannst við spila ágætlega þrátt fyrir að fara illa með nokkur opinn skot. Þetta var hægur leikur sem var spilaður mest á hálfum velli.“ Davíð var nokkuð jákvæður eftir leik og sá margt gott í leik Þórs. „Mér fannst við gera fullt af hlutum ágætlega en við eigum fullt inni og við verðum að mæta betur í leiki. Valur var miklu betri í fyrri hálfleik sem endaði með að við töpuðum ellefu boltum.“ „Við vorum allt of linir í byrjun, þeir skoruðu og skoruðu án þess að neinn braut á þeim eða reyndi að stöðva þá. Við getum ekki mætt svona til leiks þá erum við að fara í sumarfrí,“ Davíð Arnar að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. „
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti