Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 19:38 Árni og Ingvar ásamt fjölskyldumeðlimum Árna, þeim Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan. Vísir Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu. Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir. Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir.
Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira