Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2022 21:14 Lögregla og sjúkraflutningamenn hlúa að slösuðum manni í kjölfar óeirðanna í Norrköping. Vísir/EPA Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Á heimasíðu Stram Kurs kalla þeir sig þjóðernissinnaðasta flokkinn í Danmörku og skrifa ennfremur að sem danskur stjórnmálaflokkur muni þeir ávallt setja hamingju Dana framar hamingju annarra. Ástæðu óeirðanna má rekja til komu Rasmus Paludan til Svíþjóðar en hann er leiðtogi Stram Kurs. Paludan boðaði komu sína til Jönköping á skírdag og brenndi þar eintak af Kóraninum. Það vakti mikla óánægju og hóf prestur í nærliggjandi kirkju meðal annars að hringja kirkjuklukkunum í sí og æ til að láta óánægju sína í ljós. Kveikt hefur verið í fjölda bíla í óeirðunum síðustu daga.Vísir/EPA Seinna þann sama dag hafði Stram Kurs skipulagt útifund í Linköping. Sá fundur hófst hins vegar aldrei því hópur fólks hafði safnast saman á svæðinu og óeirðir brutust út. Fjölmargir lögreglubílar voru skemmdir og kveikt var í öðrum bíl á svæðinu. Þrír lögregluþjónar slösuðust en sjö voru handteknir í kjölfar óeirðanna. Í kjölfarið brutust út óeirðir í nágrannaborginni Norrköping þar sem Stram Kurs hafði einnig skipulagt útifund. Kveikt var í fimmtán bílum og steinum var kastað að lögreglunni sem og sjúkraflutningamönnum. Á föstudaginn langa, í gær og í dag hafa síðan óeirðir haldið áfram í Stokkhólmi, Örebro, Malmö, Linköping og Norrköping. Stram Kurs brenndi eintak af Kóraninum í Rinkeby, úthverfi Stokkhólms og í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem átta voru handteknir. Í Malmö var meðal annars kveikt í strætisvagni og ráðist hefur verið að lögreglu. Gagnrýna lögregluna harðlega Margar gagnrýnisraddir hafa heyrst hvað varðar framgöngu lögreglunnar, bæði áður en óeirðirnar hófust og á meðan þeim hefur staðið. Rasmus Paludan hafði fengið leyfi lögreglu til að halda útifundi í fjölmörgum sænskum borgum þar sem hann áætlaði að brenna eintök af Kóraninum. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, segir að Rasmus Paludan hefði aldrei átt að fá leyfi til þess að halda þessa fundi. „Það má aldrei gerast að glæpalýður ráðist að lögreglu og slasi lögregluþjóna auk þess að brenna lögreglubíla. Þar að auki er hætta á frekari óeirðum,“ segir Sarnecki í viðtali við SVT og bætir við að þegar úrskurðað er hvort veita eigi leyfi fyrir útifundum sem þessum verði að taka inn í myndina hver geta lögreglunnar er til að bregðast við öllum aðstæðum. „Lögreglan ætti að hafa næga þekkingu um hvað gæti gerst. Það verður að taka það með í reikninginn þegar leyfi er veitt.“ Óeirðalögregla í Norrköping flýtir sér í átt að verslunarmiðstöð í Norrköping.Vísir/EPA Hann bætir við að ef lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að upp gætu komið aðstæður sem eru hættulegar fyrir samfélagið þá geti hún neitað um leyfi fyrir samkomum. „Í þessu tilviki var margt sem bendi til þess að svo yrði. Annars vegar vegna ástandsins í landinu og í heiminum og hins vegar þar sem þetta eru tveir hópar þar sem annar þeirra vill ögra og hinn vill láta ögra sér.“ Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að þeir sem ráðist á lögregluna ráðist sömuleiðis á lýðræðið. Hann segist bera traust til lögreglunnar en vill jafnframt að rannsakað verði hvað lögreglan hefði getað gert betur. „Það er rík ástæða til að rannsaka í ró og næði þegar þessu er lokið.“ Svíþjóð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Á heimasíðu Stram Kurs kalla þeir sig þjóðernissinnaðasta flokkinn í Danmörku og skrifa ennfremur að sem danskur stjórnmálaflokkur muni þeir ávallt setja hamingju Dana framar hamingju annarra. Ástæðu óeirðanna má rekja til komu Rasmus Paludan til Svíþjóðar en hann er leiðtogi Stram Kurs. Paludan boðaði komu sína til Jönköping á skírdag og brenndi þar eintak af Kóraninum. Það vakti mikla óánægju og hóf prestur í nærliggjandi kirkju meðal annars að hringja kirkjuklukkunum í sí og æ til að láta óánægju sína í ljós. Kveikt hefur verið í fjölda bíla í óeirðunum síðustu daga.Vísir/EPA Seinna þann sama dag hafði Stram Kurs skipulagt útifund í Linköping. Sá fundur hófst hins vegar aldrei því hópur fólks hafði safnast saman á svæðinu og óeirðir brutust út. Fjölmargir lögreglubílar voru skemmdir og kveikt var í öðrum bíl á svæðinu. Þrír lögregluþjónar slösuðust en sjö voru handteknir í kjölfar óeirðanna. Í kjölfarið brutust út óeirðir í nágrannaborginni Norrköping þar sem Stram Kurs hafði einnig skipulagt útifund. Kveikt var í fimmtán bílum og steinum var kastað að lögreglunni sem og sjúkraflutningamönnum. Á föstudaginn langa, í gær og í dag hafa síðan óeirðir haldið áfram í Stokkhólmi, Örebro, Malmö, Linköping og Norrköping. Stram Kurs brenndi eintak af Kóraninum í Rinkeby, úthverfi Stokkhólms og í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem átta voru handteknir. Í Malmö var meðal annars kveikt í strætisvagni og ráðist hefur verið að lögreglu. Gagnrýna lögregluna harðlega Margar gagnrýnisraddir hafa heyrst hvað varðar framgöngu lögreglunnar, bæði áður en óeirðirnar hófust og á meðan þeim hefur staðið. Rasmus Paludan hafði fengið leyfi lögreglu til að halda útifundi í fjölmörgum sænskum borgum þar sem hann áætlaði að brenna eintök af Kóraninum. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, segir að Rasmus Paludan hefði aldrei átt að fá leyfi til þess að halda þessa fundi. „Það má aldrei gerast að glæpalýður ráðist að lögreglu og slasi lögregluþjóna auk þess að brenna lögreglubíla. Þar að auki er hætta á frekari óeirðum,“ segir Sarnecki í viðtali við SVT og bætir við að þegar úrskurðað er hvort veita eigi leyfi fyrir útifundum sem þessum verði að taka inn í myndina hver geta lögreglunnar er til að bregðast við öllum aðstæðum. „Lögreglan ætti að hafa næga þekkingu um hvað gæti gerst. Það verður að taka það með í reikninginn þegar leyfi er veitt.“ Óeirðalögregla í Norrköping flýtir sér í átt að verslunarmiðstöð í Norrköping.Vísir/EPA Hann bætir við að ef lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að upp gætu komið aðstæður sem eru hættulegar fyrir samfélagið þá geti hún neitað um leyfi fyrir samkomum. „Í þessu tilviki var margt sem bendi til þess að svo yrði. Annars vegar vegna ástandsins í landinu og í heiminum og hins vegar þar sem þetta eru tveir hópar þar sem annar þeirra vill ögra og hinn vill láta ögra sér.“ Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að þeir sem ráðist á lögregluna ráðist sömuleiðis á lýðræðið. Hann segist bera traust til lögreglunnar en vill jafnframt að rannsakað verði hvað lögreglan hefði getað gert betur. „Það er rík ástæða til að rannsaka í ró og næði þegar þessu er lokið.“
Svíþjóð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira