Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. 
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. 

Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þá höldum við einnig áfram umfjöllun um sölu ríkisins á Íslandsbanka en að minnsta kosti 34 af 200 fjárfestum í útboðinu hafa minnkað eignarhlut sinn. Við ræðum við Jóhann Pál Jóhannsson þingmann Samfylkingarinnar í beinni útsendingu en stjórnarandstæðan gagnrýnir þögn sem ríkt hefur meðal ráðherra um málið.

Við tökum einnig stöðuna á stríðinu í Úkraínu, ræðum við talskonu Stígamóta sem segir það jákvætt að gerandi stígi fram og axli ábyrgð eins og tónlistarmaðurinn Auður gerði í vikunni og heimsækjum átján ára eiganda bílaþvottastöðvar á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×