Bestu íslensku auglýsingar síðasta árs verðlaunaðar Tinni Sveinsson skrifar 15. apríl 2022 07:01 Jörundur Ragnarsson leikari brá sér í hlutverk Mark Zuckerberg í auglýsingu Íslandsstofu um Icelandverse. Íslandsstofa Icelandverse auglýsingin sem náði athygli Mark Zuckerberg, Atlantsolíu söngurinn sem erfitt er að fá ekki á heilann og jólaauglýsingin frá Icelandair um flugmanninn sem mokaði flugvélina út í New York eru meðal þeirra auglýsinga sem voru valdar þær bestu í sínum flokki. Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í 36. sinn við hátíðlega athöfn síðastliðið föstudagsvöld. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta lúðra á hátíðinni, alls fjóra, og er það fimmta árið í röð sem stofan er hlutskörpust. Samtök íslensks auglýsingafólks, ÍMARK, standa fyrir verðlaunaafhendingunni en sjá má öll verðlaun hér að neðan. Stofurnar ánægðar „Við erum virkilega ánægð með árangurinn. Við leggjum mikið upp úr árangursdrifinni hugmyndavinnu og það er gaman að uppskera eftir því,” segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburgar. Næst í röðinni kom Kontor með þrjá lúðra og segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director og einn eigenda, það ánægjulegt fyrir litla stofu. „Við höfum mikinn metnað fyrir öllu því sem við gerum, allt frá hugmynd til herferðar. Við erum hrikalega kát að deila þessum árangri með okkar frábæru viðskiptavinum.“ Fjórar stofur hlutu tvo lúðra hver; Hvíta húsið, PIPAR\TBWA, Peel auglýsingastofa og Hér & Nú. Þá hlaut ný auglýsingastofa, Cirkus, hlaut sinn fyrsta Lúður á hátíðinni. Hér & Nú hlutu að auki Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins, flokkahappdrætti Háskóla Íslands. „Árangur þess ótrúlegur. Það hafa ekki selst fleiri miðar í ríflega aldarfjórðung eða frá árinu 1995,“ segir Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér & Nú. Stofan fékk allar tilnefningar í Áruna þetta árið eða þrjár talsins, þrátt fyrir fjölda innsendinga. Hér að neðan má sjá þær auglýsingar sem fengu Lúður í mismunandi flokkum og hverjir stóðu að baki þeim. Kvikmyndaðar auglýsingar Jól - Við komum þér heim Auglýsandi: Icelandair Auglýsingastofa: Hvíta húsið Útvarpsauglýsingar Óþolandi ódýrt Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Bein markaðssetning Vörn gegn óþoli Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Prentauglýsingar Leggjum okkur jólapappír Auglýsandi: KFC Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa PR Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa Vef- og samfélagsmiðlar – almennt Íslenskan er hafsjór Auglýsandi: Brim Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Stafrænar auglýsingar Jólakveðja par Excelans Auglýsandi: KPMG Auglýsingastofa: Cirkus Umhverfisauglýsingar ORA Jólabjór Auglýsandi: ÍSAM Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Veggspjöld og skilti Verbúðin Auglýsandi: Vesturport Auglýsingastofa: Brandenburg Viðburðir Afmælislag Hörpu Auglýsandi: Harpa Auglýsingastofa: Hvíta húsið Mörkun - ásýnd vörumerkis Skuggabaldur Auglýsandi: Skuggabaldur Auglýsingastofa: Brandenburg Herferð Það er kominn matur Auglýsandi: Heimkaup Auglýsingastofa: Brandenburg Almannaheill - kvikmyndaðar auglýsingar Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill – herferðir Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill - opinn flokkur Þitt nafn bjargar lífi Auglýsandi: Amnesty Auglýsingastofa: Brandenburg ÁRA - árangursríkasta markaðsherferðin Flokkahappdrætti HHÍ Auglýsandi: Happdrætti Háskóla Íslands Auglýsingastofa: Hér & Nú. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í 36. sinn við hátíðlega athöfn síðastliðið föstudagsvöld. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta lúðra á hátíðinni, alls fjóra, og er það fimmta árið í röð sem stofan er hlutskörpust. Samtök íslensks auglýsingafólks, ÍMARK, standa fyrir verðlaunaafhendingunni en sjá má öll verðlaun hér að neðan. Stofurnar ánægðar „Við erum virkilega ánægð með árangurinn. Við leggjum mikið upp úr árangursdrifinni hugmyndavinnu og það er gaman að uppskera eftir því,” segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburgar. Næst í röðinni kom Kontor með þrjá lúðra og segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director og einn eigenda, það ánægjulegt fyrir litla stofu. „Við höfum mikinn metnað fyrir öllu því sem við gerum, allt frá hugmynd til herferðar. Við erum hrikalega kát að deila þessum árangri með okkar frábæru viðskiptavinum.“ Fjórar stofur hlutu tvo lúðra hver; Hvíta húsið, PIPAR\TBWA, Peel auglýsingastofa og Hér & Nú. Þá hlaut ný auglýsingastofa, Cirkus, hlaut sinn fyrsta Lúður á hátíðinni. Hér & Nú hlutu að auki Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins, flokkahappdrætti Háskóla Íslands. „Árangur þess ótrúlegur. Það hafa ekki selst fleiri miðar í ríflega aldarfjórðung eða frá árinu 1995,“ segir Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér & Nú. Stofan fékk allar tilnefningar í Áruna þetta árið eða þrjár talsins, þrátt fyrir fjölda innsendinga. Hér að neðan má sjá þær auglýsingar sem fengu Lúður í mismunandi flokkum og hverjir stóðu að baki þeim. Kvikmyndaðar auglýsingar Jól - Við komum þér heim Auglýsandi: Icelandair Auglýsingastofa: Hvíta húsið Útvarpsauglýsingar Óþolandi ódýrt Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Bein markaðssetning Vörn gegn óþoli Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Prentauglýsingar Leggjum okkur jólapappír Auglýsandi: KFC Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa PR Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa Vef- og samfélagsmiðlar – almennt Íslenskan er hafsjór Auglýsandi: Brim Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Stafrænar auglýsingar Jólakveðja par Excelans Auglýsandi: KPMG Auglýsingastofa: Cirkus Umhverfisauglýsingar ORA Jólabjór Auglýsandi: ÍSAM Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Veggspjöld og skilti Verbúðin Auglýsandi: Vesturport Auglýsingastofa: Brandenburg Viðburðir Afmælislag Hörpu Auglýsandi: Harpa Auglýsingastofa: Hvíta húsið Mörkun - ásýnd vörumerkis Skuggabaldur Auglýsandi: Skuggabaldur Auglýsingastofa: Brandenburg Herferð Það er kominn matur Auglýsandi: Heimkaup Auglýsingastofa: Brandenburg Almannaheill - kvikmyndaðar auglýsingar Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill – herferðir Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill - opinn flokkur Þitt nafn bjargar lífi Auglýsandi: Amnesty Auglýsingastofa: Brandenburg ÁRA - árangursríkasta markaðsherferðin Flokkahappdrætti HHÍ Auglýsandi: Happdrætti Háskóla Íslands Auglýsingastofa: Hér & Nú.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira