Sjáðu stórbrotna auglýsingu Hannesar: Áflog í uppsiglingu og Óskar á hvítum hesti Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2022 12:02 Stjörnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er á meðal þeirra sem leika í auglýsingunni. Skjáskot Á kynningarfundi Bestu deildarinnar í dag var frumsýnd ný auglýsing úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands frá upphafi. Þjálfarar og leikmenn deildarinnar eru þar í aðalhlutverkum. Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30