Ræddu punghögg Halldórs: „Á bara að skammast sín og fara í burtu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2022 11:30 Halldór Garðar Hermannsson gerðist sekur um fólskubrot í leiknum við Tindastól á föstudaginn en verður með á Sauðárkróki í kvöld. vísir/bára/Skjáskot Leikar eru farnir að æsast í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta og litlu munaði að upp úr syði í Keflavík á föstudag eftir fantabrögð Halldórs Garðars Hermannssonar. Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti