Málsvarar fjárfesta í pontu Alþingis Ólafur Hauksson skrifar 11. apríl 2022 09:00 Íslenska örþjóðin stendur undir háum rekstrarkostnaði og gríðarlegum hagnaði bankanna. Enginn annar. Almenningur borgar brúsann með vinnu sinni og viðskiptum. Bankarnir fjórir högnuðust um 92 milljarða króna í fyrra. Þeir eiga gríðarlegar eignir og eru gullnáma fyrir fjárfesta. Arðsemi þeirra er sem meitluð í stein. Aðalástæðan er sú að engin samkeppni ríkir á milli bankanna. Þeir byggja allir á sömu uppskrúfuðu gjaldskránni. Útlánsvextir eru háir meðan innlánsvextir sleikja núllið. Kostnaður við rekstur bankanna hefur lækkað stórlega en samt er ekkert slegið af gjaldtökunni. Þess vegna er hryggilegt að sjá þingmenn stjórnarandstöðu og mótmælendur á Austurvelli berjast fyrir fáránlega háum verðmiða á Íslandsbanka, verðmiða sem byggir á áframhaldandi okri á almenningi. Í ræðustól Alþingis tala þeir í raun máli fjárfesta, æpa sig hása yfir því að hlutir í Íslandsbanka hafi ekki verið seldir á nógu háu verði. Gengið er út frá því að fáokun bankanna muni standa um aldur og ævi til að tryggja arðsemi þeirra. Ekki heyrist orð úr ræðustólnum um aðgerðir til að draga úr þeirri ánauð sem bankareksturinn veldur heimilum landsins. Þess í stað þyrpast stjórnarandstæðingar í pontuna til að tala um hvernig græða hefði mátt meira. Mest tala þeir þó um manninn sem keypti 0,0002% hlutinn í Íslandsbanka vegna þess að það er þægilegra að tala um hann en það sem skiptir máli. Rófan dillar hundinum. Þessi þjónkun við fjármagnseigendur er með ólíkindum. Þetta skeytingarleysi um fólkið sem ber bankana á herðum sér alla daga er skammarleg. Íslenskan almenning skiptir engu máli hvort fjárfestar borga milljónum meira eða minna fyrir hlut í Íslandsbanka eða hvort vanheilagir menn fái að kaupa. Það er ekki eins og ríkissjóður sé að tapa, hann fékk bankann gefins. Það eina sem skiptir almenning máli er að bankakostnaður fari að lækka fyrir tilstilli alvöru samkeppni á milli þeirra. Sömuleiðis að eiginfjárkrafan á bankana lækki, því hún kyndir undir hærri álögum. En á þetta minnast hinir hásu þingmenn ekki einu orði. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslenska örþjóðin stendur undir háum rekstrarkostnaði og gríðarlegum hagnaði bankanna. Enginn annar. Almenningur borgar brúsann með vinnu sinni og viðskiptum. Bankarnir fjórir högnuðust um 92 milljarða króna í fyrra. Þeir eiga gríðarlegar eignir og eru gullnáma fyrir fjárfesta. Arðsemi þeirra er sem meitluð í stein. Aðalástæðan er sú að engin samkeppni ríkir á milli bankanna. Þeir byggja allir á sömu uppskrúfuðu gjaldskránni. Útlánsvextir eru háir meðan innlánsvextir sleikja núllið. Kostnaður við rekstur bankanna hefur lækkað stórlega en samt er ekkert slegið af gjaldtökunni. Þess vegna er hryggilegt að sjá þingmenn stjórnarandstöðu og mótmælendur á Austurvelli berjast fyrir fáránlega háum verðmiða á Íslandsbanka, verðmiða sem byggir á áframhaldandi okri á almenningi. Í ræðustól Alþingis tala þeir í raun máli fjárfesta, æpa sig hása yfir því að hlutir í Íslandsbanka hafi ekki verið seldir á nógu háu verði. Gengið er út frá því að fáokun bankanna muni standa um aldur og ævi til að tryggja arðsemi þeirra. Ekki heyrist orð úr ræðustólnum um aðgerðir til að draga úr þeirri ánauð sem bankareksturinn veldur heimilum landsins. Þess í stað þyrpast stjórnarandstæðingar í pontuna til að tala um hvernig græða hefði mátt meira. Mest tala þeir þó um manninn sem keypti 0,0002% hlutinn í Íslandsbanka vegna þess að það er þægilegra að tala um hann en það sem skiptir máli. Rófan dillar hundinum. Þessi þjónkun við fjármagnseigendur er með ólíkindum. Þetta skeytingarleysi um fólkið sem ber bankana á herðum sér alla daga er skammarleg. Íslenskan almenning skiptir engu máli hvort fjárfestar borga milljónum meira eða minna fyrir hlut í Íslandsbanka eða hvort vanheilagir menn fái að kaupa. Það er ekki eins og ríkissjóður sé að tapa, hann fékk bankann gefins. Það eina sem skiptir almenning máli er að bankakostnaður fari að lækka fyrir tilstilli alvöru samkeppni á milli þeirra. Sömuleiðis að eiginfjárkrafan á bankana lækki, því hún kyndir undir hærri álögum. En á þetta minnast hinir hásu þingmenn ekki einu orði. Höfundur er almannatengill.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar