Málsvarar fjárfesta í pontu Alþingis Ólafur Hauksson skrifar 11. apríl 2022 09:00 Íslenska örþjóðin stendur undir háum rekstrarkostnaði og gríðarlegum hagnaði bankanna. Enginn annar. Almenningur borgar brúsann með vinnu sinni og viðskiptum. Bankarnir fjórir högnuðust um 92 milljarða króna í fyrra. Þeir eiga gríðarlegar eignir og eru gullnáma fyrir fjárfesta. Arðsemi þeirra er sem meitluð í stein. Aðalástæðan er sú að engin samkeppni ríkir á milli bankanna. Þeir byggja allir á sömu uppskrúfuðu gjaldskránni. Útlánsvextir eru háir meðan innlánsvextir sleikja núllið. Kostnaður við rekstur bankanna hefur lækkað stórlega en samt er ekkert slegið af gjaldtökunni. Þess vegna er hryggilegt að sjá þingmenn stjórnarandstöðu og mótmælendur á Austurvelli berjast fyrir fáránlega háum verðmiða á Íslandsbanka, verðmiða sem byggir á áframhaldandi okri á almenningi. Í ræðustól Alþingis tala þeir í raun máli fjárfesta, æpa sig hása yfir því að hlutir í Íslandsbanka hafi ekki verið seldir á nógu háu verði. Gengið er út frá því að fáokun bankanna muni standa um aldur og ævi til að tryggja arðsemi þeirra. Ekki heyrist orð úr ræðustólnum um aðgerðir til að draga úr þeirri ánauð sem bankareksturinn veldur heimilum landsins. Þess í stað þyrpast stjórnarandstæðingar í pontuna til að tala um hvernig græða hefði mátt meira. Mest tala þeir þó um manninn sem keypti 0,0002% hlutinn í Íslandsbanka vegna þess að það er þægilegra að tala um hann en það sem skiptir máli. Rófan dillar hundinum. Þessi þjónkun við fjármagnseigendur er með ólíkindum. Þetta skeytingarleysi um fólkið sem ber bankana á herðum sér alla daga er skammarleg. Íslenskan almenning skiptir engu máli hvort fjárfestar borga milljónum meira eða minna fyrir hlut í Íslandsbanka eða hvort vanheilagir menn fái að kaupa. Það er ekki eins og ríkissjóður sé að tapa, hann fékk bankann gefins. Það eina sem skiptir almenning máli er að bankakostnaður fari að lækka fyrir tilstilli alvöru samkeppni á milli þeirra. Sömuleiðis að eiginfjárkrafan á bankana lækki, því hún kyndir undir hærri álögum. En á þetta minnast hinir hásu þingmenn ekki einu orði. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska örþjóðin stendur undir háum rekstrarkostnaði og gríðarlegum hagnaði bankanna. Enginn annar. Almenningur borgar brúsann með vinnu sinni og viðskiptum. Bankarnir fjórir högnuðust um 92 milljarða króna í fyrra. Þeir eiga gríðarlegar eignir og eru gullnáma fyrir fjárfesta. Arðsemi þeirra er sem meitluð í stein. Aðalástæðan er sú að engin samkeppni ríkir á milli bankanna. Þeir byggja allir á sömu uppskrúfuðu gjaldskránni. Útlánsvextir eru háir meðan innlánsvextir sleikja núllið. Kostnaður við rekstur bankanna hefur lækkað stórlega en samt er ekkert slegið af gjaldtökunni. Þess vegna er hryggilegt að sjá þingmenn stjórnarandstöðu og mótmælendur á Austurvelli berjast fyrir fáránlega háum verðmiða á Íslandsbanka, verðmiða sem byggir á áframhaldandi okri á almenningi. Í ræðustól Alþingis tala þeir í raun máli fjárfesta, æpa sig hása yfir því að hlutir í Íslandsbanka hafi ekki verið seldir á nógu háu verði. Gengið er út frá því að fáokun bankanna muni standa um aldur og ævi til að tryggja arðsemi þeirra. Ekki heyrist orð úr ræðustólnum um aðgerðir til að draga úr þeirri ánauð sem bankareksturinn veldur heimilum landsins. Þess í stað þyrpast stjórnarandstæðingar í pontuna til að tala um hvernig græða hefði mátt meira. Mest tala þeir þó um manninn sem keypti 0,0002% hlutinn í Íslandsbanka vegna þess að það er þægilegra að tala um hann en það sem skiptir máli. Rófan dillar hundinum. Þessi þjónkun við fjármagnseigendur er með ólíkindum. Þetta skeytingarleysi um fólkið sem ber bankana á herðum sér alla daga er skammarleg. Íslenskan almenning skiptir engu máli hvort fjárfestar borga milljónum meira eða minna fyrir hlut í Íslandsbanka eða hvort vanheilagir menn fái að kaupa. Það er ekki eins og ríkissjóður sé að tapa, hann fékk bankann gefins. Það eina sem skiptir almenning máli er að bankakostnaður fari að lækka fyrir tilstilli alvöru samkeppni á milli þeirra. Sömuleiðis að eiginfjárkrafan á bankana lækki, því hún kyndir undir hærri álögum. En á þetta minnast hinir hásu þingmenn ekki einu orði. Höfundur er almannatengill.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar