Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2022 16:42 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism. Þeir voru sýknaðir af ákæru um misferli með fjármuni félagsins og þurfa ekki að sæta upptöku á tug milljóna króna eignum. Vísir Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, og Einar Ágústsson, stjórnarmaður í félaginu, voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeim hafði verið gefið að sök að svíkja í reynd út meira en 84 milljónir króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi. Í ákæru kom fram að bræðurnir hefði millifært fjármuni Zuism yfir á eigin reikninga og félaga í þeirra eigu. Voru þeir sakaðir um að hafa ráðstafað fénu til eigin nota. Héraðssaksóknari krafðist upptöku á tugum milljóna króna. Zuism varð um skeið eitt fjölmennasta trúfélag landsins með yfir þrjú þúsund félagsmenn eftir að hópur ótengdur bræðrunum gerði tilkall til yfirráða í því og lofaði opinberlega að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin sem það fengi frá ríkinu. Ættu rétt á tólftu milljón króna í ár Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism vegna vafa um að innan þess fari fram raunveruleg starfsemi frá því í byrjun árs 2019. Embættið hefur sagst skoða að afskrá Zuism sem trúfélag. Enn voru 875 manns skráðir í Zuism 1. desember árið 2021, viðmiðunardagsetningu fyrir sóknargjöld þessa árs, og ætti félagið því rétt á rúmlega 11,6 milljónum króna í sóknargjöld á þessu ári væri allt með felldu. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá embætti sýslumanns, segir í samtali við Vísi að hann geti ekki svarað því hvað verði um sóknargjöld Zuism í ljósi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að óathuguðu máli. Hann bendir þó á að fyrir liggi tveir héraðsdómar þar sem fram komi að stjórnendur Zuism hafi ekki tekist að sýna fram á að þeir reki starfandi trúfélag. Málið gegn bræðrunum hafi ekki snúist að öllu leyti um hvort að Zuism sé raunverulegt trúfélag heldur meðferð á fjármunum félagsins. Vísar Halldór þar meðal annars til máls sem Zuism höfðaði gegn ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfunni í janúar 2020. Taldi dómari að þegar sýslumaður óskaði eftir því að greiðslur sóknargjalda til Zuism yrðu stöðvaðar hafi embættið hvorki haft fullnægjandi upplýsingar um aðsetur né starfsemi félagsins og þar með ekki hvort félagið uppfyllti skilyrði laga. Þá hefðu skýringar á fjármálum félagsins ekki fengist. Taldi dómurinn að sýslumaður hafi því haft næga lagastoð til þess að stöðva greiðslu sóknargjalda úr ríkissjóði að sinni þar til embættinu bærust fullnægjandi upplýsingar um starfsemi og fjármál Zuism. Sagðist vilja halda starfinu áfram Hvorugur bræðranna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óvíst er um framtíð Zuism sem trúfélags. Á meðan á deilum Zuism við ríkið um ógreidd sóknargjöld stóð hélt Ágúst Arna því meðal annars fram að hann ætlaði að leysa félagið upp þegar málarekstrinum lyki. Fjármunum félagsins yrði útdeilt til félagsmanna sem teldu sig eiga heimtingu á sóknargjöldum sínum og til „góðra málefna“. Við aðalmeðferð í febrúar sagðist Einar ekki sjá sérstaklega fyrir sér að félagið héldi áfram að lofa endurgreiðslum á sóknargjöldum til félagsmanna sinna. Einar hélt því fram að hann væri trúaður og að trú hans byggðist á kennisetningum í Gilgameskviðu. Hann hefði alltaf unnið af heilum hug og sæi fyrir sér öfluga starfsemi í framtíðinni ef félagið fengið að starfa óáreitt. „Ég vona bara að við fáum að halda áfram með okkar starf og þróa það eins og var okkar sýn frá upphafi. Að við fáum að iðka okkar trú og sannfæringu,“ sagði Einar. Dómsmál Zuism Trúmál Tengdar fréttir Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, og Einar Ágústsson, stjórnarmaður í félaginu, voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeim hafði verið gefið að sök að svíkja í reynd út meira en 84 milljónir króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi. Í ákæru kom fram að bræðurnir hefði millifært fjármuni Zuism yfir á eigin reikninga og félaga í þeirra eigu. Voru þeir sakaðir um að hafa ráðstafað fénu til eigin nota. Héraðssaksóknari krafðist upptöku á tugum milljóna króna. Zuism varð um skeið eitt fjölmennasta trúfélag landsins með yfir þrjú þúsund félagsmenn eftir að hópur ótengdur bræðrunum gerði tilkall til yfirráða í því og lofaði opinberlega að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin sem það fengi frá ríkinu. Ættu rétt á tólftu milljón króna í ár Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism vegna vafa um að innan þess fari fram raunveruleg starfsemi frá því í byrjun árs 2019. Embættið hefur sagst skoða að afskrá Zuism sem trúfélag. Enn voru 875 manns skráðir í Zuism 1. desember árið 2021, viðmiðunardagsetningu fyrir sóknargjöld þessa árs, og ætti félagið því rétt á rúmlega 11,6 milljónum króna í sóknargjöld á þessu ári væri allt með felldu. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá embætti sýslumanns, segir í samtali við Vísi að hann geti ekki svarað því hvað verði um sóknargjöld Zuism í ljósi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að óathuguðu máli. Hann bendir þó á að fyrir liggi tveir héraðsdómar þar sem fram komi að stjórnendur Zuism hafi ekki tekist að sýna fram á að þeir reki starfandi trúfélag. Málið gegn bræðrunum hafi ekki snúist að öllu leyti um hvort að Zuism sé raunverulegt trúfélag heldur meðferð á fjármunum félagsins. Vísar Halldór þar meðal annars til máls sem Zuism höfðaði gegn ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfunni í janúar 2020. Taldi dómari að þegar sýslumaður óskaði eftir því að greiðslur sóknargjalda til Zuism yrðu stöðvaðar hafi embættið hvorki haft fullnægjandi upplýsingar um aðsetur né starfsemi félagsins og þar með ekki hvort félagið uppfyllti skilyrði laga. Þá hefðu skýringar á fjármálum félagsins ekki fengist. Taldi dómurinn að sýslumaður hafi því haft næga lagastoð til þess að stöðva greiðslu sóknargjalda úr ríkissjóði að sinni þar til embættinu bærust fullnægjandi upplýsingar um starfsemi og fjármál Zuism. Sagðist vilja halda starfinu áfram Hvorugur bræðranna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óvíst er um framtíð Zuism sem trúfélags. Á meðan á deilum Zuism við ríkið um ógreidd sóknargjöld stóð hélt Ágúst Arna því meðal annars fram að hann ætlaði að leysa félagið upp þegar málarekstrinum lyki. Fjármunum félagsins yrði útdeilt til félagsmanna sem teldu sig eiga heimtingu á sóknargjöldum sínum og til „góðra málefna“. Við aðalmeðferð í febrúar sagðist Einar ekki sjá sérstaklega fyrir sér að félagið héldi áfram að lofa endurgreiðslum á sóknargjöldum til félagsmanna sinna. Einar hélt því fram að hann væri trúaður og að trú hans byggðist á kennisetningum í Gilgameskviðu. Hann hefði alltaf unnið af heilum hug og sæi fyrir sér öfluga starfsemi í framtíðinni ef félagið fengið að starfa óáreitt. „Ég vona bara að við fáum að halda áfram með okkar starf og þróa það eins og var okkar sýn frá upphafi. Að við fáum að iðka okkar trú og sannfæringu,“ sagði Einar.
Dómsmál Zuism Trúmál Tengdar fréttir Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00
Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17
Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent