Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Eiður Þór Árnason og Kjartan Kjartansson skrifa 8. apríl 2022 15:04 Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakaðir um stórfelld fjársvik. Vísir/Vilhelm Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. Dómur var kveðinn upp í máli héraðsaksóknara gegn bræðrunum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hvorugur þeirra var viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Niðurstaðan þýðir að þeir og félög þeirra þurfa ekki að sæta upptöku á eignum sem hlaupa á tugum milljóna króna sem Zuism fékk frá ríkinu. Ágúst Arnar og Einar voru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neituðu sök. Auk bræðranna var trúfélagið Zuism sjálft, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Bræðurnir millifærðu meðal annars stóran hluta fjármuna Zuism á félagið EAF sem þeir létu Zuism síðar kaupa af öðru félagi Einars. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi Einars, sagði niðurstöðuna ánægjulega og fullkomlega í samræmi við væntingar þeirra í dag. Boltinn væri nú hjá ákæruvaldinu um hvort að dómnum yrði áfrýjað. „Það er ekki mikið fyrir þá að gera annað en að halda áfram að reka sitt trúfélag. Vonandi eiga þeir hægara um vik um það í framtíðinni,“ sagði Jón Bjarni um stjórnendur Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í að verða þrjú ár vegna verulegrar óvissu um að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum félagsins og að það uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Ágúst Arnar og Einar stofnuðu Zuism ásamt Ólafi Helga Þorgrímssyni árið 2012 og fengu það skráð sem trúfélag hjá stjórnvöldum árið 2013. Ólafur virðist þó hafa haft litla sem enga aðkomu að starfsemi félagsins. Hinir ákærðu voru ekki viðstaddri dómsuppkvaðninguna.Vísir/Sigurjón Höfnuðu því að bræðurnir hafi svikið út fé Mál ákæruvaldsins byggði meðal annars á því að Ágúst hafi sem forsvarsmaður Zuism veitt villandi eða rangar upplýsingar um rekstur trúfélagsins og umfang starfseminnar. Þannig hafi hann ranglega gefið til kynna að félagið uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Blekkingar bræðranna eru sagðar hafa snúist um að innan Zuism væri lögð stund á trú í virkri og stöðugri starfsemi og að í því væri kjarni félagsmanna sem tæki þátt í starfsemi og styddi lífsgildi þess. Bræðurnir voru sagðir hafa nýtt fjármunina að miklu leyti í eigin þágu og félaga í þeirra eigu. Sjálfir hafa þeir þvertekið fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum. Þeir hafi stofnað og rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. Verjendur þeirra sögðu við aðalmeðferð í héraðsdómi að ekkert benti til þess að ásetningur til fjársvika hafi verið fyrir hendi. Áhugi Einars á sögu og þróun trúarbragða hafi verið einn helsti hvati þess að bræðurnir stofnuðu og ráku trúfélagið. Finnur Vilhjálmsson saksóknari.Vísir/Vilhelm Var meðal fjölmennustu trúfélaga á Íslandi Zuism var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með yfir þrjú þúsund félaga en skráningar í félagið jukust gríðarlega eftir að hópur ótengdur bræðrunum náði stuttlega völdum í trúfélaginu og lofaði endurgreiðslu sóknargjalda árið 2015. Eftir að Zuism komst í kastljós fjölmiðla var Ágúst skipaður forstöðumaður félagsins og bræðurnir fengu greiddar út tuga milljóna sóknargjaldsgreiðslur sem Fjársýsla ríkisins hafði haldið eftir meðan óvissa var um hver færi með stjórn trúfélagsins. Að sögn ákæruvaldsins fékk rekstrarfélag Zuism trúfélags rúmar 84 milljónir króna greiddar úr ríkissjóði. Fram kom við aðalmeðferðina að þegar bankareikningurinn var handlagður hafi lokastaða hans verið 1,2 milljónir og því búið að ráðstafa nær öllu fénu með einum eða öðrum hætti. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ágústs Arnars Ágústssonar.Vísir/vilhelm Persónuleg neysla hans sögð fjármögnuð með sóknargjöldum Samkvæmt gögnum héraðssaksóknara millifærði Einar um 46 milljónir króna til EAF ehf., dótturfélags Zuism, sem var undir stjórn hans. Að sögn Finns Vilhjálmssonar saksóknara fóru þar að auki um 11 milljónir til Einars og Ágústs í gegnum millifærslur og peningaúttektir, 9 milljónir í lögfræðikostnað og 6,6 milljónir út í gegnum debetkortafærslur Ágústs, þar af 3,3 milljónir í reiðufjárúttektir. Samkvæmt skattframtali Ágústs var hann tekjulítill á þessum tíma og telur ákæruvaldið því að persónuleg neysla hans hafi af stórum hluta verið fjármögnuð með debetkorti Zuism. Þá sagði ákæruvaldið að ef seðlainnlagnir á bankareikning Ágústs árið 2018 væru bornar saman við reiðufjárúttektir hjá Zuism sé allt útlit fyrir að hann hafi verið að flytja peninga yfir á sinn persónulega reikning. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Zuism Trúmál Tengdar fréttir Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í máli héraðsaksóknara gegn bræðrunum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hvorugur þeirra var viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Niðurstaðan þýðir að þeir og félög þeirra þurfa ekki að sæta upptöku á eignum sem hlaupa á tugum milljóna króna sem Zuism fékk frá ríkinu. Ágúst Arnar og Einar voru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neituðu sök. Auk bræðranna var trúfélagið Zuism sjálft, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Bræðurnir millifærðu meðal annars stóran hluta fjármuna Zuism á félagið EAF sem þeir létu Zuism síðar kaupa af öðru félagi Einars. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi Einars, sagði niðurstöðuna ánægjulega og fullkomlega í samræmi við væntingar þeirra í dag. Boltinn væri nú hjá ákæruvaldinu um hvort að dómnum yrði áfrýjað. „Það er ekki mikið fyrir þá að gera annað en að halda áfram að reka sitt trúfélag. Vonandi eiga þeir hægara um vik um það í framtíðinni,“ sagði Jón Bjarni um stjórnendur Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í að verða þrjú ár vegna verulegrar óvissu um að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum félagsins og að það uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Ágúst Arnar og Einar stofnuðu Zuism ásamt Ólafi Helga Þorgrímssyni árið 2012 og fengu það skráð sem trúfélag hjá stjórnvöldum árið 2013. Ólafur virðist þó hafa haft litla sem enga aðkomu að starfsemi félagsins. Hinir ákærðu voru ekki viðstaddri dómsuppkvaðninguna.Vísir/Sigurjón Höfnuðu því að bræðurnir hafi svikið út fé Mál ákæruvaldsins byggði meðal annars á því að Ágúst hafi sem forsvarsmaður Zuism veitt villandi eða rangar upplýsingar um rekstur trúfélagsins og umfang starfseminnar. Þannig hafi hann ranglega gefið til kynna að félagið uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Blekkingar bræðranna eru sagðar hafa snúist um að innan Zuism væri lögð stund á trú í virkri og stöðugri starfsemi og að í því væri kjarni félagsmanna sem tæki þátt í starfsemi og styddi lífsgildi þess. Bræðurnir voru sagðir hafa nýtt fjármunina að miklu leyti í eigin þágu og félaga í þeirra eigu. Sjálfir hafa þeir þvertekið fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum. Þeir hafi stofnað og rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. Verjendur þeirra sögðu við aðalmeðferð í héraðsdómi að ekkert benti til þess að ásetningur til fjársvika hafi verið fyrir hendi. Áhugi Einars á sögu og þróun trúarbragða hafi verið einn helsti hvati þess að bræðurnir stofnuðu og ráku trúfélagið. Finnur Vilhjálmsson saksóknari.Vísir/Vilhelm Var meðal fjölmennustu trúfélaga á Íslandi Zuism var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með yfir þrjú þúsund félaga en skráningar í félagið jukust gríðarlega eftir að hópur ótengdur bræðrunum náði stuttlega völdum í trúfélaginu og lofaði endurgreiðslu sóknargjalda árið 2015. Eftir að Zuism komst í kastljós fjölmiðla var Ágúst skipaður forstöðumaður félagsins og bræðurnir fengu greiddar út tuga milljóna sóknargjaldsgreiðslur sem Fjársýsla ríkisins hafði haldið eftir meðan óvissa var um hver færi með stjórn trúfélagsins. Að sögn ákæruvaldsins fékk rekstrarfélag Zuism trúfélags rúmar 84 milljónir króna greiddar úr ríkissjóði. Fram kom við aðalmeðferðina að þegar bankareikningurinn var handlagður hafi lokastaða hans verið 1,2 milljónir og því búið að ráðstafa nær öllu fénu með einum eða öðrum hætti. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ágústs Arnars Ágústssonar.Vísir/vilhelm Persónuleg neysla hans sögð fjármögnuð með sóknargjöldum Samkvæmt gögnum héraðssaksóknara millifærði Einar um 46 milljónir króna til EAF ehf., dótturfélags Zuism, sem var undir stjórn hans. Að sögn Finns Vilhjálmssonar saksóknara fóru þar að auki um 11 milljónir til Einars og Ágústs í gegnum millifærslur og peningaúttektir, 9 milljónir í lögfræðikostnað og 6,6 milljónir út í gegnum debetkortafærslur Ágústs, þar af 3,3 milljónir í reiðufjárúttektir. Samkvæmt skattframtali Ágústs var hann tekjulítill á þessum tíma og telur ákæruvaldið því að persónuleg neysla hans hafi af stórum hluta verið fjármögnuð með debetkorti Zuism. Þá sagði ákæruvaldið að ef seðlainnlagnir á bankareikning Ágústs árið 2018 væru bornar saman við reiðufjárúttektir hjá Zuism sé allt útlit fyrir að hann hafi verið að flytja peninga yfir á sinn persónulega reikning. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Zuism Trúmál Tengdar fréttir Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00
Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17
Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01
Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24