Vigdís fyrirgefur Sigurði eftir fund þeirra Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2022 11:50 Vigdís Häsler hefur fyrirgefið Sigurði Inga eftir að þau ræddu saman á fundi í dag. Stjórnarráð Íslands Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, áttu fund í dag ásamt stjórn Bændasamtakanna. Vigdís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Á fundinum baðst Sigurður Ingi afsökunar á orðum sem hann lét falla um Vigdísi þegar til stóð að taka mynd af þeim á Búnaðarþingi sem fram fór í seinustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagðist Sigurður ekki hafa áhuga á að lyfta „þessari svörtu“ og vísaði þar til húðlitar Vigdísar. Vigdís segir að hún og Sigurður hafi átt hreinskilið, heiðarlegt og opið samtal, og baðst hann afsökunar á þessum orðum sínum. Hún segir að afsökunarbeiðnin hafi verið einlæg og að hún hafi meðtekið hana. Þá segir Vigdís að með þessum fundi sé málinu lokið af hennar hálfu. Sigurður ræddi stuttlega um atvikið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og sagði hann þar að honum hafi ekki fundist myndatakan viðeigandi á þessum tíma. Mikill gleðskapur hafi verið þetta kvöld. Í gær fór mynd úr umræddri myndatöku í dreifingu um internetið. Þar sjást þrír starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi og stendur Sigurður rétt fyrir aftan þau. Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Á fundinum baðst Sigurður Ingi afsökunar á orðum sem hann lét falla um Vigdísi þegar til stóð að taka mynd af þeim á Búnaðarþingi sem fram fór í seinustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagðist Sigurður ekki hafa áhuga á að lyfta „þessari svörtu“ og vísaði þar til húðlitar Vigdísar. Vigdís segir að hún og Sigurður hafi átt hreinskilið, heiðarlegt og opið samtal, og baðst hann afsökunar á þessum orðum sínum. Hún segir að afsökunarbeiðnin hafi verið einlæg og að hún hafi meðtekið hana. Þá segir Vigdís að með þessum fundi sé málinu lokið af hennar hálfu. Sigurður ræddi stuttlega um atvikið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og sagði hann þar að honum hafi ekki fundist myndatakan viðeigandi á þessum tíma. Mikill gleðskapur hafi verið þetta kvöld. Í gær fór mynd úr umræddri myndatöku í dreifingu um internetið. Þar sjást þrír starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi og stendur Sigurður rétt fyrir aftan þau.
Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41