Teitur og félagar unnu fyrri leik liðanna á heimavelli með fjögurra marka mun, 25-21, og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins.
Jafnræði var með liðunum allt frá fyrstu mínútu í kvöld og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 18-17, Flensburg í vil.
Heimamenn í Pick Szeged náðu að ógna forskoti Flenburg í síðari hálfleik og náðu mest þriggja marka forystu í stöðunni 33-30. Gestirnir í Flensburg skoruðu hins vegar næstu þrjú mörk og að lokum varð niðurstaðan eins marks sigur Pick Szeged, 36-35.
Teitur skoraði fimm mörk fyrir Flensburg sem vann viðureignina samanlagt með þriggja marka mun og er á leið í átta liða úrslit þar sem Barcelona bíður þeirra.
😍 What a TEAM! 💙❤️
— SG Fle-Ha (@SGFleHa) April 7, 2022
_______#SZESGF 36:35#MoinMoinEurope #OhneGrenzen pic.twitter.com/Oy9xFAbbm3
Þá þurftu norsku meistararnir í Elverum að sætta sig við sjö marka tap gegn PSG, 37-30. Með Elverum leika þeir Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson, en hvorugur þeirra komst á blað í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli, 30-30, en eftir úrslit kvöldsins er liðið úr leik.
PSG er hins vegar á leið í átta liða úrslit þar sem andstæðingar þeirra verða Kiel frá Þýskalandi.