Nýsköpunarvikan: „Þar heilluðumst við af þessum heimi en fannst um leið vanta slíkan viðburð hér heima“ Elísabet Hanna og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 16. apríl 2022 07:00 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Edda Konráðsdóttir eru stofnendur og eigendur „Iceland Innovation Week”. Aðsend/Cat Gundry-Beck Yfir sjötíu nýsköpunartengdir viðburðir verða á dagskránni dagana sextánda til tuttugasta maí þar sem Nýsköpunarvikan, eða Iceland Innovation Week, fer í gang í þriðja sinn. Vildu leggja sitt af mörkum Edda Konráðsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir stýra Iceland Innovation Week. Fyrsta hátíðin var haldin árið 2020 og var þá alfarið á netinu vegna samkomutakmarkana. „Það var vægast sagt sérstakt að standa með forseta og ráðherra í Grósku og setja hátíðina sama dag og hörðustu samkomutamkarkanir okkar tíma voru settar á,” segja þær um upphaf verkefnisins. Árið eftir stækkaði hátíðin margfalt og var haldin bæði á netinu og í persónu. Þá fóru 114 viðburðir fram í samstarfi við um sjötíu samstarfsaðila og yfir þrjú þúsund manns sóttu hátíðina í net- og raunheimum. View this post on Instagram A post shared by Iceland Innovation Week (@icelandinnovationweek) Mikil reynsla í nýsköpunarumhverfinu Edda og Melkorka hafa báðar verið virkar í nýsköpunarumhverfinu síðustu ár. Þær unnu báðar hjá fyrirtækinu Icelandic Startups sem heitir í dag Klak og stýrðu þar hröðlum og stuðningsverkefnum fyrir sprotafyrirtæki. „Við Melkorka höfðum báðar verið að vinna í stuðningsumhverfi sprotasamfélagsins hér heima og meðal annars stýrt sendiferðum á erlendar sprota og tækniráðstefnur. Þar heilluðumst við af þessum heimi en fannst um leið vanta slíkan viðburð hér heima,“ segir Edda um hugmyndina á bakvið Iceland Innovation Week. Hún segir öll hin Norðurlöndin eiga sínar nýsköpunarhátíðir sem þúsundir sækji á hverju ári bæði fjárfestar, frumkvöðlar og aðrir innan úr sprotasamfélaginu. Edda Konráðsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir stýra Iceland Innovation Week, Guðfinna Birta Valgeirsdóttir er markaðsstjóri og Karitas Ósk Harðardóttir er viðburðastjóri.Aðsend/Cat Gundry-Beck Teymið Ásamt þeim Eddu og Melkorku er Guðfinna Birta Valgeirsdóttir markaðsstjóri og Karitas Ósk Harðardóttir viðburðastjóri vikunnar. Atli Stefán og Kristján Thors hafa það að auki umsjón með FoodMood, viðburðum tengdum matarnýsköpun á hátíðinni og segja þær teymið mynda góða heild. View this post on Instagram A post shared by Iceland Innovation Week (@icelandinnovationweek) Hátíðin er að mörgu leyti drifin áfram af sjálfboðaliðum innan úr háskólasamfélaginu en Melkorka og Edda segja ómögulegt að standa að svo stórum viðburði ef ekki væri fyrir þá. „Þær Karitas og Guðfinna byrjuðu fyrst með okkur sem sjálfboðaliðar á hátíðinni en eru í dag komnar inn í grunnteymi hátíðarinnar. Við vonumst til að bæta fleirum við okkur eftir því sem hátíðin vex.“ Vildu leggja sitt af mörkum Eddu og Melkorku fannst sprotafyrirtæki vanta ákveðinn farveg til þess að vaxa út fyrir landsteinana og mótaðist Iceland Innovation Week meðal annars út frá þeirri vöntun. „Okkar tilfinning er sú að það sé tiltölulega einfalt að stofna fyrirtæki hér á landi, en vandi flestra snýr að því að skala og vaxa út fyrir landsteinanna. Við vildum leggja okkar af mörkum og þess vegna stofnuðum við Iceland Innovation Week,“ segir Melkorka. Þær segja ómetanlegt að hafa fundið góðan stuðning frá stjórnvöldum allt frá fyrsta fundinum með Þórdísi Kolbrúnu þáverandi nýsköpunarráðherra. Þær segja stuðninginn hafa haldið sér eftir að Áslaug Arna tók við embættinu. View this post on Instagram A post shared by Iceland Innovation Week (@icelandinnovationweek) „Sá stuðningur í upphafi var alveg ómetanlegur og hefur haldist með nýjum ráðherra sem kemur eins og elding inn í nýsköpunar og sprotasamfélagið. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að vera með stuðning bæði úr opinbera geiranum og einkageiranum,” segja þær. Nordic Startup Awards Í ár fékk Iceland Innovation Week tækifæri til þess að halda utan um Nordic Startup Awards sem hafa hingað til verið haldin í kaupmannahöfn en þau fara fram í Hörpu þann 18. maí. Þær segja það mikinn feng fyrir íslenska nýsköpunarsamfélagið að fá þessa hátíð til landsins og alla þá flottu gesti sem sækja hana. View this post on Instagram A post shared by Iceland Innovation Week (@icelandinnovationweek) „Við værum til í að sjá fleiri konur í nýsköpun og hvetjum því sérstaklega konur til þess að mæta á viðburðina og kynna sér hvað er að gerast í nýsköpunarheiminum,“ segja þær að lokum. Nýsköpun Helgarviðtal Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Frumkvöðlasjósund, hönnunarkeppni gervifóta og íslenskt wasabi Nýsköpunarvikan verður haldin þann 26. maí til 2. júní næstkomandi en þar gefst fyrirtækjum og frumkvöðlum kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum. 23. mars 2021 11:31 Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. 21. maí 2020 11:30 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Sjá meira
Vildu leggja sitt af mörkum Edda Konráðsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir stýra Iceland Innovation Week. Fyrsta hátíðin var haldin árið 2020 og var þá alfarið á netinu vegna samkomutakmarkana. „Það var vægast sagt sérstakt að standa með forseta og ráðherra í Grósku og setja hátíðina sama dag og hörðustu samkomutamkarkanir okkar tíma voru settar á,” segja þær um upphaf verkefnisins. Árið eftir stækkaði hátíðin margfalt og var haldin bæði á netinu og í persónu. Þá fóru 114 viðburðir fram í samstarfi við um sjötíu samstarfsaðila og yfir þrjú þúsund manns sóttu hátíðina í net- og raunheimum. View this post on Instagram A post shared by Iceland Innovation Week (@icelandinnovationweek) Mikil reynsla í nýsköpunarumhverfinu Edda og Melkorka hafa báðar verið virkar í nýsköpunarumhverfinu síðustu ár. Þær unnu báðar hjá fyrirtækinu Icelandic Startups sem heitir í dag Klak og stýrðu þar hröðlum og stuðningsverkefnum fyrir sprotafyrirtæki. „Við Melkorka höfðum báðar verið að vinna í stuðningsumhverfi sprotasamfélagsins hér heima og meðal annars stýrt sendiferðum á erlendar sprota og tækniráðstefnur. Þar heilluðumst við af þessum heimi en fannst um leið vanta slíkan viðburð hér heima,“ segir Edda um hugmyndina á bakvið Iceland Innovation Week. Hún segir öll hin Norðurlöndin eiga sínar nýsköpunarhátíðir sem þúsundir sækji á hverju ári bæði fjárfestar, frumkvöðlar og aðrir innan úr sprotasamfélaginu. Edda Konráðsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir stýra Iceland Innovation Week, Guðfinna Birta Valgeirsdóttir er markaðsstjóri og Karitas Ósk Harðardóttir er viðburðastjóri.Aðsend/Cat Gundry-Beck Teymið Ásamt þeim Eddu og Melkorku er Guðfinna Birta Valgeirsdóttir markaðsstjóri og Karitas Ósk Harðardóttir viðburðastjóri vikunnar. Atli Stefán og Kristján Thors hafa það að auki umsjón með FoodMood, viðburðum tengdum matarnýsköpun á hátíðinni og segja þær teymið mynda góða heild. View this post on Instagram A post shared by Iceland Innovation Week (@icelandinnovationweek) Hátíðin er að mörgu leyti drifin áfram af sjálfboðaliðum innan úr háskólasamfélaginu en Melkorka og Edda segja ómögulegt að standa að svo stórum viðburði ef ekki væri fyrir þá. „Þær Karitas og Guðfinna byrjuðu fyrst með okkur sem sjálfboðaliðar á hátíðinni en eru í dag komnar inn í grunnteymi hátíðarinnar. Við vonumst til að bæta fleirum við okkur eftir því sem hátíðin vex.“ Vildu leggja sitt af mörkum Eddu og Melkorku fannst sprotafyrirtæki vanta ákveðinn farveg til þess að vaxa út fyrir landsteinana og mótaðist Iceland Innovation Week meðal annars út frá þeirri vöntun. „Okkar tilfinning er sú að það sé tiltölulega einfalt að stofna fyrirtæki hér á landi, en vandi flestra snýr að því að skala og vaxa út fyrir landsteinanna. Við vildum leggja okkar af mörkum og þess vegna stofnuðum við Iceland Innovation Week,“ segir Melkorka. Þær segja ómetanlegt að hafa fundið góðan stuðning frá stjórnvöldum allt frá fyrsta fundinum með Þórdísi Kolbrúnu þáverandi nýsköpunarráðherra. Þær segja stuðninginn hafa haldið sér eftir að Áslaug Arna tók við embættinu. View this post on Instagram A post shared by Iceland Innovation Week (@icelandinnovationweek) „Sá stuðningur í upphafi var alveg ómetanlegur og hefur haldist með nýjum ráðherra sem kemur eins og elding inn í nýsköpunar og sprotasamfélagið. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að vera með stuðning bæði úr opinbera geiranum og einkageiranum,” segja þær. Nordic Startup Awards Í ár fékk Iceland Innovation Week tækifæri til þess að halda utan um Nordic Startup Awards sem hafa hingað til verið haldin í kaupmannahöfn en þau fara fram í Hörpu þann 18. maí. Þær segja það mikinn feng fyrir íslenska nýsköpunarsamfélagið að fá þessa hátíð til landsins og alla þá flottu gesti sem sækja hana. View this post on Instagram A post shared by Iceland Innovation Week (@icelandinnovationweek) „Við værum til í að sjá fleiri konur í nýsköpun og hvetjum því sérstaklega konur til þess að mæta á viðburðina og kynna sér hvað er að gerast í nýsköpunarheiminum,“ segja þær að lokum.
Nýsköpun Helgarviðtal Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Frumkvöðlasjósund, hönnunarkeppni gervifóta og íslenskt wasabi Nýsköpunarvikan verður haldin þann 26. maí til 2. júní næstkomandi en þar gefst fyrirtækjum og frumkvöðlum kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum. 23. mars 2021 11:31 Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. 21. maí 2020 11:30 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Sjá meira
Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30
Frumkvöðlasjósund, hönnunarkeppni gervifóta og íslenskt wasabi Nýsköpunarvikan verður haldin þann 26. maí til 2. júní næstkomandi en þar gefst fyrirtækjum og frumkvöðlum kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum. 23. mars 2021 11:31
Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. 21. maí 2020 11:30