Bjarga geðdeildir lífi fólks eða hvað? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 6. apríl 2022 09:00 Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Píratar Heilbrigðismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun