Öryggi kostar – Alvarleg vanáætlun á mönnunarþörf í skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala Elías Sæbjörn Eyþórsson, Theódór Skúli Sigurðsson, Hjalti Már Björnsson, Steinunn Þórðardóttir og Martin Ingi Sigurðsson skrifa 5. apríl 2022 13:01 Í nýlega birtri skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala kemur fram að okkar mati alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans. Skýrslan, sem var unnin af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og gefin út af Heilbrigðisráðuneytinu, byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem framundan eru á Landspítala. Má ætla að þær tölur og spár sem settar eru fram verði notaðar við áætlanagerð og forgangsröðun við skipulagningu Landspítala á komandi árum. Í skýrslunni er þess getið að rúmanýtingahlutfall Landspítala árið 2019 hafi verið 97%, en talið er æskilegt að meðalnýting sjúkrahúsa fari ekki yfir 85% svo unnt sé að bregðast við sveiflum í starfseminni (t.d. vegna farsótta) án þess að öryggi sjúklinga sé ógnað. Sömuleiðis er bent á að Landspítali hafi ekki möguleika að vísa sjúklingum til annarra sambærilegra sjúkrahúsa til að mæta álagi í starfseminni líkt og viðmiðunarsjúkrahús erlendis. Því er enn mikilvægara að rúmanýting sé innan viðmiðunarmarka á Landspítala. Í kafla 4.1.3 (bls. 25-26) kemur fram að miðað við rekstur sjúkrahússins árið 2019 vanti 88 fleiri rými til að ná 85% rúmanýtingarmarkmiði og 23 legurými til að tryggja að sjúklingar bíði ekki innlagðir á bráðamóttökunni lengur en gæðaviðmið segja fyrir um. Alls er því reiknað með að árið 2019 hafi vantað 111 sjúkrarúm, sem er í ágætu samræmi við útreikninga sem birtust í Læknablaðinu í desember 2021. Hins vegar verður að gera athugasemd við næstu málsgrein í skýrslunni (bls. 26), en þar segir orðrétt: „Athugið að ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á heilbrigðisþjónustuframleiðslu, starfsmannafjölda eða kostnaði sem beinum áhrifum af því að fjölga rýmum til að mæta þessum skorti. Það er vegna þess að fjölgun rýma miðar að því að draga úr heildarnýtingarhlutfalli rýma og að vera með fleiri laus rými tiltæk til að mæta toppum í eftirspurn. Því er ekki gert ráð fyrir því að sjúklingum muni fjölga í beinum tengslum við þetta. Auðvitað mun fjölgun rýma hafa einhvern kostnað í för með sér, t.d. búnaðarkostnað, en ekki er tekið tillit til þessa kostnaðar í líkanagerðinni af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hægt að mæta hluta af rýmisfjölguninni með því að nota rými sem nú eru ekki í notkun. Í öðru lagi, þar sem kostnaðurinn yrði að mestu launatengdur myndi hann ekki hækka þar sem fjöldi sjúklinga verður óbreyttur, sem þýðir að annar kostnaður hefði aðeins lítilsháttar áhrif á heildarspána.“ Skýrsluhöfundar gera því ekki ráð fyrir að neina viðbótarmönnun heilbrigðisstarfsmanna þurfi til að opna þessi 111 legurými sem sannarlega skortir, heldur einungis húsnæði og búnað til að sinna sjúklingunum. Hið rétta er að legurými á sjúkrahúsi innifelur í sér að til staðar sé mönnun til að hjúkra og lækna þeim sjúklingum sem leggjast í þau. Sú mönnun þarf að vera til staðar hvort sem sjúklingur er í legurýminu eða ekki, en telji skýrsluhöfundar að unnt sé að opna legurými án þess að huga að mönnun þeirra er um mikinn miskilning að ræða. Ljóst er að álag á bráðamóttöku og mörgum legudeildum sjúkrahússins er við, og í mörgum tilvikum langt umfram, öryggismörk. Því er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að manna 111 viðbótarrými með þeim starfsmönnum sem eru við störf á sjúkrahúsinu hverju sinni miðað við núverandi legurýmafjölda. Væri slíkt mögulegt erum við fullviss um að rýmin væru opin nú þegar. Þessa skekkju í grunnforsendum þarf svo að hafa í huga við áframhaldandi lestur skýrslunnar Í kafla 4.3.3. (bls. 39) kemur fram að legurýmum muni þurfa að fjölga um 518 (79%) – úr 624 árið 2019 í 1.120 árið 2040. Myndir sem fylgja skýrslunni (t.d. mynd 20) sýna ranglega þörfina aukast línulega á næstu 20 árum. Hið rétta er að þörfin fyrir 111 af þessum 518 (21%) legurýmum sem vantar var þegar til staðar árið 2019. Alvarlegra er þó að spá um starfsmannafjölda og kostnaðaraukningu sem lögð er fram við áætlanagerð til ársins 2040 tekur ekki með í reikninginn það stökk sem þarf til að brúa uppsafnaðan skort á legurýmum og starfsfólki sem þegar var ljós árið 2019. Í kafla 4.3.4. (bls. 41) kemur fram „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að þörf á vinnuafli aukist um 36%, eða úr 4.801 stöðugildum árið 2019 í 6.543 stöðugildi árið 2040, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +1,5%“. Í kafla 4.3.5. (bls. 42) stendur: „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að kostnaður aukist um 90%, eða úr um 78 milljörðum króna í um 148 milljarða króna, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +3% án tillits til verðbólgu.“ Ljóst er að sú forsenda að enginn kostnaður eða viðbótar starfsmenn fylgi því að leysa úr núverandi skorti á legurými skekkir þessa mynd verulega. Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar. Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tilliti til björgunarþjónustu með því að byggja tómar slökkviliðsstöðvar og kaupa sjúkrabíla án þess að gera ráð fyrir að á þeim starfi sérþjálfað starfsfólk. Ljóst er að stórkostlegt átak í mönnun þarf tafarlaust til að tryggja að Landspítali geti sinnt núverandi hlutverki sínu samhliða uppbyggingu sjúkrahússins til framtíðar. Elías Sæbjörn Eyþórsson, sérnámslæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali Theodór Skúli Sigurðsson, sérfræðilæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum á Landspítali, formaður Félags sjúkrahúslækna Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir/lektor í bráðalækningum, Landspítali / Háskóla Íslands Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir í öldrunarlækningum, Landspítali; formaður Læknafélags Íslands Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali / Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í nýlega birtri skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala kemur fram að okkar mati alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans. Skýrslan, sem var unnin af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og gefin út af Heilbrigðisráðuneytinu, byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem framundan eru á Landspítala. Má ætla að þær tölur og spár sem settar eru fram verði notaðar við áætlanagerð og forgangsröðun við skipulagningu Landspítala á komandi árum. Í skýrslunni er þess getið að rúmanýtingahlutfall Landspítala árið 2019 hafi verið 97%, en talið er æskilegt að meðalnýting sjúkrahúsa fari ekki yfir 85% svo unnt sé að bregðast við sveiflum í starfseminni (t.d. vegna farsótta) án þess að öryggi sjúklinga sé ógnað. Sömuleiðis er bent á að Landspítali hafi ekki möguleika að vísa sjúklingum til annarra sambærilegra sjúkrahúsa til að mæta álagi í starfseminni líkt og viðmiðunarsjúkrahús erlendis. Því er enn mikilvægara að rúmanýting sé innan viðmiðunarmarka á Landspítala. Í kafla 4.1.3 (bls. 25-26) kemur fram að miðað við rekstur sjúkrahússins árið 2019 vanti 88 fleiri rými til að ná 85% rúmanýtingarmarkmiði og 23 legurými til að tryggja að sjúklingar bíði ekki innlagðir á bráðamóttökunni lengur en gæðaviðmið segja fyrir um. Alls er því reiknað með að árið 2019 hafi vantað 111 sjúkrarúm, sem er í ágætu samræmi við útreikninga sem birtust í Læknablaðinu í desember 2021. Hins vegar verður að gera athugasemd við næstu málsgrein í skýrslunni (bls. 26), en þar segir orðrétt: „Athugið að ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á heilbrigðisþjónustuframleiðslu, starfsmannafjölda eða kostnaði sem beinum áhrifum af því að fjölga rýmum til að mæta þessum skorti. Það er vegna þess að fjölgun rýma miðar að því að draga úr heildarnýtingarhlutfalli rýma og að vera með fleiri laus rými tiltæk til að mæta toppum í eftirspurn. Því er ekki gert ráð fyrir því að sjúklingum muni fjölga í beinum tengslum við þetta. Auðvitað mun fjölgun rýma hafa einhvern kostnað í för með sér, t.d. búnaðarkostnað, en ekki er tekið tillit til þessa kostnaðar í líkanagerðinni af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hægt að mæta hluta af rýmisfjölguninni með því að nota rými sem nú eru ekki í notkun. Í öðru lagi, þar sem kostnaðurinn yrði að mestu launatengdur myndi hann ekki hækka þar sem fjöldi sjúklinga verður óbreyttur, sem þýðir að annar kostnaður hefði aðeins lítilsháttar áhrif á heildarspána.“ Skýrsluhöfundar gera því ekki ráð fyrir að neina viðbótarmönnun heilbrigðisstarfsmanna þurfi til að opna þessi 111 legurými sem sannarlega skortir, heldur einungis húsnæði og búnað til að sinna sjúklingunum. Hið rétta er að legurými á sjúkrahúsi innifelur í sér að til staðar sé mönnun til að hjúkra og lækna þeim sjúklingum sem leggjast í þau. Sú mönnun þarf að vera til staðar hvort sem sjúklingur er í legurýminu eða ekki, en telji skýrsluhöfundar að unnt sé að opna legurými án þess að huga að mönnun þeirra er um mikinn miskilning að ræða. Ljóst er að álag á bráðamóttöku og mörgum legudeildum sjúkrahússins er við, og í mörgum tilvikum langt umfram, öryggismörk. Því er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að manna 111 viðbótarrými með þeim starfsmönnum sem eru við störf á sjúkrahúsinu hverju sinni miðað við núverandi legurýmafjölda. Væri slíkt mögulegt erum við fullviss um að rýmin væru opin nú þegar. Þessa skekkju í grunnforsendum þarf svo að hafa í huga við áframhaldandi lestur skýrslunnar Í kafla 4.3.3. (bls. 39) kemur fram að legurýmum muni þurfa að fjölga um 518 (79%) – úr 624 árið 2019 í 1.120 árið 2040. Myndir sem fylgja skýrslunni (t.d. mynd 20) sýna ranglega þörfina aukast línulega á næstu 20 árum. Hið rétta er að þörfin fyrir 111 af þessum 518 (21%) legurýmum sem vantar var þegar til staðar árið 2019. Alvarlegra er þó að spá um starfsmannafjölda og kostnaðaraukningu sem lögð er fram við áætlanagerð til ársins 2040 tekur ekki með í reikninginn það stökk sem þarf til að brúa uppsafnaðan skort á legurýmum og starfsfólki sem þegar var ljós árið 2019. Í kafla 4.3.4. (bls. 41) kemur fram „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að þörf á vinnuafli aukist um 36%, eða úr 4.801 stöðugildum árið 2019 í 6.543 stöðugildi árið 2040, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +1,5%“. Í kafla 4.3.5. (bls. 42) stendur: „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að kostnaður aukist um 90%, eða úr um 78 milljörðum króna í um 148 milljarða króna, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +3% án tillits til verðbólgu.“ Ljóst er að sú forsenda að enginn kostnaður eða viðbótar starfsmenn fylgi því að leysa úr núverandi skorti á legurými skekkir þessa mynd verulega. Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar. Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tilliti til björgunarþjónustu með því að byggja tómar slökkviliðsstöðvar og kaupa sjúkrabíla án þess að gera ráð fyrir að á þeim starfi sérþjálfað starfsfólk. Ljóst er að stórkostlegt átak í mönnun þarf tafarlaust til að tryggja að Landspítali geti sinnt núverandi hlutverki sínu samhliða uppbyggingu sjúkrahússins til framtíðar. Elías Sæbjörn Eyþórsson, sérnámslæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali Theodór Skúli Sigurðsson, sérfræðilæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum á Landspítali, formaður Félags sjúkrahúslækna Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir/lektor í bráðalækningum, Landspítali / Háskóla Íslands Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir í öldrunarlækningum, Landspítali; formaður Læknafélags Íslands Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali / Háskóla Íslands
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun