Áhyggjur meðal starfsmanna eftir ráðningu Leifs Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2022 07:00 Leifur Garðarsson sagði upp sem skólastjóri Áslandsskóla í fyrra. Áslandsskóli.is Starfsfólki Stapaskóla í Reykjanesbæ var tilkynnt fyrir helgi að búið væri að ráða Leif Sigfinn Garðarsson sem nýjan deildarstjóra á unglingasviði skólans. Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, segir í samtali við Vísi að ráðningin hafi vakið áhyggjur meðal starfsmanna. Leifur starfaði sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2002 til ársins 2021 þegar hann sagði upp störfum. Uppsögnin barst í byrjun aprílmánaðar en hann hafði þá verið í ótímabundnu veikindaleyfi í tvo mánuði. Leifi var vikið úr starfi sem körfuboltadómari hjá KKÍ í febrúar 2020. Lítið fór fyrir fjarveru Leifs í körfuboltanum þar sem keppni lá að stórum hluta niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í febrúar 2021 var upplýst að KKÍ hefði tjáð honum að hans kraftar hefðu verið afþakkaðir. Formaður KKÍ sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Um var að ræða skilaboð til leikmanns í efstu deild kvenna en Leifur dæmdi reglulega leiki í deildinni. Kunnugt um áhyggjur starfsmanna Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir sex árum hafi nokkrar konur fundað með Hafnarfjarðarbæ vegna óeðlilegra samskipta á kynferðislegum nótum sem ein þeirra hafði orðið fyrir af hendi Leifs. Ekki hafi verið brugðist beint við þeim ásökunum kvennanna. Skólastjóri Stapaskóla segist meðvituð um áhyggjur í nærsamfélaginu í Njarðvík. „Okkur er kunnugt um áhyggjur starfsmanna sem og foreldrasamfélagsins og erum að skoða þær, hlusta og skoða hvað við getum gert. Við erum stjórnvald og það tekur tíma fyrir okkur að skoða allar leiðir og aðstæður,“ segir Gróa í samtali við Vísi. Hæfastur umsækjanda Leifur var einn af þremur umsækjendum og var hann metinn hæfastur þeirra. Ekki hefur verið gengið frá ráðningarsamningi við hann. Gróa vildi hvorki tjá sig um hvort Leifur hafi fengið meðmæli frá fyrrum samstarfsfólki sínu í Áslandsskóla né hvort stjórnendum Stapaskóla hafi verið kunnugt um ástæður þess að Leifur lauk störfum sem skólastjóri Áslandsskóla. Skóla - og menntamál Reykjanesbær MeToo Grunnskólar Tengdar fréttir Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. 6. apríl 2021 13:04 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Leifur starfaði sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2002 til ársins 2021 þegar hann sagði upp störfum. Uppsögnin barst í byrjun aprílmánaðar en hann hafði þá verið í ótímabundnu veikindaleyfi í tvo mánuði. Leifi var vikið úr starfi sem körfuboltadómari hjá KKÍ í febrúar 2020. Lítið fór fyrir fjarveru Leifs í körfuboltanum þar sem keppni lá að stórum hluta niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í febrúar 2021 var upplýst að KKÍ hefði tjáð honum að hans kraftar hefðu verið afþakkaðir. Formaður KKÍ sagði ástæðuna vera „óeðlileg“ skilaboð sem fóru „langt yfir strikið“. Um var að ræða skilaboð til leikmanns í efstu deild kvenna en Leifur dæmdi reglulega leiki í deildinni. Kunnugt um áhyggjur starfsmanna Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir sex árum hafi nokkrar konur fundað með Hafnarfjarðarbæ vegna óeðlilegra samskipta á kynferðislegum nótum sem ein þeirra hafði orðið fyrir af hendi Leifs. Ekki hafi verið brugðist beint við þeim ásökunum kvennanna. Skólastjóri Stapaskóla segist meðvituð um áhyggjur í nærsamfélaginu í Njarðvík. „Okkur er kunnugt um áhyggjur starfsmanna sem og foreldrasamfélagsins og erum að skoða þær, hlusta og skoða hvað við getum gert. Við erum stjórnvald og það tekur tíma fyrir okkur að skoða allar leiðir og aðstæður,“ segir Gróa í samtali við Vísi. Hæfastur umsækjanda Leifur var einn af þremur umsækjendum og var hann metinn hæfastur þeirra. Ekki hefur verið gengið frá ráðningarsamningi við hann. Gróa vildi hvorki tjá sig um hvort Leifur hafi fengið meðmæli frá fyrrum samstarfsfólki sínu í Áslandsskóla né hvort stjórnendum Stapaskóla hafi verið kunnugt um ástæður þess að Leifur lauk störfum sem skólastjóri Áslandsskóla.
Skóla - og menntamál Reykjanesbær MeToo Grunnskólar Tengdar fréttir Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. 6. apríl 2021 13:04 Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. 6. apríl 2021 13:04
Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ 27. janúar 2021 14:26