Upplifun viðskiptavina er númer eitt, tvö og þrjú hjá Boozt og vefurinn er í stöðugri þróun. Nýjasta nýtt er Boozt Occasion Shop þar sem hægt er að finna allt sem vantar fyrir hvaða tilefni sem er. Boozt.com er vefverslun vikunnar á Vísi.
Valkvíðinn úr sögunni
Ertu á leið í veislu, átt ekkert til að fara í og vantar flotta gjöf? Inni á Occassion Shop er búið að raða inn valmöguleikum eftir flokkum eins og Occasion wear, Gifts, Beauty og Kitchen & Table.

Þegar smellt er til dæmis á flokkinn Gifts eða gjafir koma upp undirflokkar eins og afmæli, brúðkaup, innflutningsgjafir, ferming og fleiri tilefni. Úrvalið er sérstaklega glæsilegt í Occasion wear fyrir konur, karla og krakka og styttir leitina að hinum fullkomna klæðnaði fyrir veisluna.

"Shop the look"
Til að auðvelda okkur enn frekar er hægt að smella á stemmningsmyndirnar sem birtast undir hverjum flokki og fá upp þær vörur sem eru á myndinni.

Veislutímabil framundan
Nú standa fermingarnar sem hæst og margir boðnir í veislur um hverja helgi. Þá er frábært að geta nýtt sér flokkinn Teens eða unglingar fyrir flottan fatnað og gjafaflokkinn. Ef þið eruð sjálf að halda veislu er hægt að fá flottar hugmyndir að borðskreytingum og kaupa borðbúnað til að dekka fallegt veisluborð, úrvalið er frábært.
Sumarið er líka handan við hornið og þar með öll brúðkaupin og garðveislurnar. Hvert sem tilefnið er þá finnurðu það sem þarf á boozt.com!




