Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. apríl 2022 12:05 Það er bráðageðdeild Landspítalans sem umboðsmaður gerir athugasemdir við. vísir/vilhelm/egill Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur. Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur.
Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira