Opna Sirkus á ný Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. apríl 2022 23:01 Einn vinsælasti veitingastaður og bar Reykjavíkur til margra ára, Sirkus, hefur snúið aftur eftir fimmtán ára hlé. Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði á ný í Reykjavík í kvöld en hann hefur ekki verið starfræktur þar í fimmtán ár. Í millitíðinni var staðurinn til húsa hjá frændum okkar í Færeyjum og um skamman tíma á Seyðisfirði. Sirkus opnar nú á nýjum stað við Lækjargötu en hann var áður á Klapparstíg, líkt og flestir reykvískir djammarar í flokknum 35 ára og eldri muna. Fréttastofa kíkti við á Sirkus í kvöldfréttum þar sem útvaldir voru komnir saman í opnunarpartí. Fréttamaður rakst þar á Jóel Briem sem stendur að opnun staðarins ásamt Guðfinni Karlssyni eða Finna á Prikinu líkt og hann er oft kallaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jóel Briem annar eigandi Sirkus.Vísir/Egill Jóel segir rétta tímann vera nú til að opna Sirkus á ný og að fullkomið húsnæði hafi fundist undir starfsemina. „Við erum bara rosalega glöð,“ segir hann. Hann segir að um sama gamla Sirkus sé að ræða en þó hafi staðurinn þróast aðeins. Í þetta skiptið verður einnig boðið upp á indverskan mat og í kjallaranum er aðstaða til að kasta pílum og leika ballskák. Almenningi var hleypt inn á endurlífgaðan Sirkus klukkan sjö í kvöld og tónlist verður spiluð og bjórum dælt til klukkan þrjú í nótt. Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum og óhætt er að gera ráð fyrir að fólk komi til með að skemmta sér vel fram á rauða nótt. „Það verður bara rosalegt stuð held ég og vonandi koma bara sem flestir,“ segir Jóel að lokum. Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði á ný í Reykjavík í kvöld en hann hefur ekki verið starfræktur þar í fimmtán ár. Í millitíðinni var staðurinn til húsa hjá frændum okkar í Færeyjum og um skamman tíma á Seyðisfirði. Sirkus opnar nú á nýjum stað við Lækjargötu en hann var áður á Klapparstíg, líkt og flestir reykvískir djammarar í flokknum 35 ára og eldri muna. Fréttastofa kíkti við á Sirkus í kvöldfréttum þar sem útvaldir voru komnir saman í opnunarpartí. Fréttamaður rakst þar á Jóel Briem sem stendur að opnun staðarins ásamt Guðfinni Karlssyni eða Finna á Prikinu líkt og hann er oft kallaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jóel Briem annar eigandi Sirkus.Vísir/Egill Jóel segir rétta tímann vera nú til að opna Sirkus á ný og að fullkomið húsnæði hafi fundist undir starfsemina. „Við erum bara rosalega glöð,“ segir hann. Hann segir að um sama gamla Sirkus sé að ræða en þó hafi staðurinn þróast aðeins. Í þetta skiptið verður einnig boðið upp á indverskan mat og í kjallaranum er aðstaða til að kasta pílum og leika ballskák. Almenningi var hleypt inn á endurlífgaðan Sirkus klukkan sjö í kvöld og tónlist verður spiluð og bjórum dælt til klukkan þrjú í nótt. Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum og óhætt er að gera ráð fyrir að fólk komi til með að skemmta sér vel fram á rauða nótt. „Það verður bara rosalegt stuð held ég og vonandi koma bara sem flestir,“ segir Jóel að lokum.
Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira