Lárus: Þurfum að horfa á stóru myndina Smári Jökull Jónsson skrifar 31. mars 2022 21:32 Lárus Jónsson er þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn sem hefur titil að verja í úrslitakeppninni sem framundan er. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum. „Við komum inn í leikinn til að vinna og það var miklu meira undir í leiknum fyrir okkur en Grindavík. Það skekkir myndina gríðarlega að þeir séu ekki með þessa tvo leikmenn, þeir hjálpa mikið inni í teig og við fengum mikið af opnum skotum. Það er lítið að marka þessi úrslit myndi ég segja,“ sagði Lárus í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Grindavík lék án þeirra EC Matthews og Ivan Aurrecoechea sem eru tveir af þeirra sterkustu mönnum. Báðir eiga við meiðsli að stríða en vonir standa þó til að þeir verði með í 8-liða úrslitunum sem hefjast í næstu viku. „Við hittum vel og heilt yfir er ég ágætlega sáttur, við gerum einhver mistök í vörninni sem við lögum. Þetta var ekki fullkominn leikur, svolítið af aulalegum töpuðum boltum sem við þurfum að laga,“ bætti Lárus við og viðurkenndi að tapið gegn Tindastól í síðustu umferð sviði en með sigri þar hefði deildarmeistaratitillinn verið í seilingarfjarlægð. „Við verðum að reyna að horfa á stóru myndina, við erum með níu sigra og tvo tapleiki eftir áramót og töpum fimm leikjum í heildina í vetur. Njarðvík og við erum búin að vera jöfnustu liðin í vetur þannig að við getum ekkert verið neitt rosalega ósáttir.“ Framundan eru 8-liða úrslitin og þar mæta Þórsarar einmitt Grindvíkingum. Lárus á von á því að þeir EC Matthews og Ivan Aurrecochea verði mættir til leiks í næstu viku. „Klárlega, ef þessi leikur hefði skipt máli þá held ég að þessir tveir hestar hefðu spilað. Hún leggst ágætlega í mig þessi rimma, við höfum skipt leikjunum í vetur. Þeir eru aðeins öðruvísi núna en þegar við spiluðum við þá fyrst, EC er aðalmaðurinn þeirra og ég hlakka bara til.“ Hann sagði að Þórsarar yrðu að vera klárir í að mæta orkumiklum Grindvíkingum í rimmunni sem hefst í næstu viku. „Við þurfum að stoppa Ivan undir körfunni og reyna að hemja EC einn á einn. Þeir eru með frábærar skyttur í Ólafi og Kristni. Við þurfum að jafna orkustigið þeirra. Óli og Kiddi geta verið ansi graðir á hringinn. Við þurfum að vera duglegir að stíga út og vera fastir fyrir.“ UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
„Við komum inn í leikinn til að vinna og það var miklu meira undir í leiknum fyrir okkur en Grindavík. Það skekkir myndina gríðarlega að þeir séu ekki með þessa tvo leikmenn, þeir hjálpa mikið inni í teig og við fengum mikið af opnum skotum. Það er lítið að marka þessi úrslit myndi ég segja,“ sagði Lárus í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Grindavík lék án þeirra EC Matthews og Ivan Aurrecoechea sem eru tveir af þeirra sterkustu mönnum. Báðir eiga við meiðsli að stríða en vonir standa þó til að þeir verði með í 8-liða úrslitunum sem hefjast í næstu viku. „Við hittum vel og heilt yfir er ég ágætlega sáttur, við gerum einhver mistök í vörninni sem við lögum. Þetta var ekki fullkominn leikur, svolítið af aulalegum töpuðum boltum sem við þurfum að laga,“ bætti Lárus við og viðurkenndi að tapið gegn Tindastól í síðustu umferð sviði en með sigri þar hefði deildarmeistaratitillinn verið í seilingarfjarlægð. „Við verðum að reyna að horfa á stóru myndina, við erum með níu sigra og tvo tapleiki eftir áramót og töpum fimm leikjum í heildina í vetur. Njarðvík og við erum búin að vera jöfnustu liðin í vetur þannig að við getum ekkert verið neitt rosalega ósáttir.“ Framundan eru 8-liða úrslitin og þar mæta Þórsarar einmitt Grindvíkingum. Lárus á von á því að þeir EC Matthews og Ivan Aurrecochea verði mættir til leiks í næstu viku. „Klárlega, ef þessi leikur hefði skipt máli þá held ég að þessir tveir hestar hefðu spilað. Hún leggst ágætlega í mig þessi rimma, við höfum skipt leikjunum í vetur. Þeir eru aðeins öðruvísi núna en þegar við spiluðum við þá fyrst, EC er aðalmaðurinn þeirra og ég hlakka bara til.“ Hann sagði að Þórsarar yrðu að vera klárir í að mæta orkumiklum Grindvíkingum í rimmunni sem hefst í næstu viku. „Við þurfum að stoppa Ivan undir körfunni og reyna að hemja EC einn á einn. Þeir eru með frábærar skyttur í Ólafi og Kristni. Við þurfum að jafna orkustigið þeirra. Óli og Kiddi geta verið ansi graðir á hringinn. Við þurfum að vera duglegir að stíga út og vera fastir fyrir.“
UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira