Lárus: Þurfum að horfa á stóru myndina Smári Jökull Jónsson skrifar 31. mars 2022 21:32 Lárus Jónsson er þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn sem hefur titil að verja í úrslitakeppninni sem framundan er. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum. „Við komum inn í leikinn til að vinna og það var miklu meira undir í leiknum fyrir okkur en Grindavík. Það skekkir myndina gríðarlega að þeir séu ekki með þessa tvo leikmenn, þeir hjálpa mikið inni í teig og við fengum mikið af opnum skotum. Það er lítið að marka þessi úrslit myndi ég segja,“ sagði Lárus í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Grindavík lék án þeirra EC Matthews og Ivan Aurrecoechea sem eru tveir af þeirra sterkustu mönnum. Báðir eiga við meiðsli að stríða en vonir standa þó til að þeir verði með í 8-liða úrslitunum sem hefjast í næstu viku. „Við hittum vel og heilt yfir er ég ágætlega sáttur, við gerum einhver mistök í vörninni sem við lögum. Þetta var ekki fullkominn leikur, svolítið af aulalegum töpuðum boltum sem við þurfum að laga,“ bætti Lárus við og viðurkenndi að tapið gegn Tindastól í síðustu umferð sviði en með sigri þar hefði deildarmeistaratitillinn verið í seilingarfjarlægð. „Við verðum að reyna að horfa á stóru myndina, við erum með níu sigra og tvo tapleiki eftir áramót og töpum fimm leikjum í heildina í vetur. Njarðvík og við erum búin að vera jöfnustu liðin í vetur þannig að við getum ekkert verið neitt rosalega ósáttir.“ Framundan eru 8-liða úrslitin og þar mæta Þórsarar einmitt Grindvíkingum. Lárus á von á því að þeir EC Matthews og Ivan Aurrecochea verði mættir til leiks í næstu viku. „Klárlega, ef þessi leikur hefði skipt máli þá held ég að þessir tveir hestar hefðu spilað. Hún leggst ágætlega í mig þessi rimma, við höfum skipt leikjunum í vetur. Þeir eru aðeins öðruvísi núna en þegar við spiluðum við þá fyrst, EC er aðalmaðurinn þeirra og ég hlakka bara til.“ Hann sagði að Þórsarar yrðu að vera klárir í að mæta orkumiklum Grindvíkingum í rimmunni sem hefst í næstu viku. „Við þurfum að stoppa Ivan undir körfunni og reyna að hemja EC einn á einn. Þeir eru með frábærar skyttur í Ólafi og Kristni. Við þurfum að jafna orkustigið þeirra. Óli og Kiddi geta verið ansi graðir á hringinn. Við þurfum að vera duglegir að stíga út og vera fastir fyrir.“ UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
„Við komum inn í leikinn til að vinna og það var miklu meira undir í leiknum fyrir okkur en Grindavík. Það skekkir myndina gríðarlega að þeir séu ekki með þessa tvo leikmenn, þeir hjálpa mikið inni í teig og við fengum mikið af opnum skotum. Það er lítið að marka þessi úrslit myndi ég segja,“ sagði Lárus í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Grindavík lék án þeirra EC Matthews og Ivan Aurrecoechea sem eru tveir af þeirra sterkustu mönnum. Báðir eiga við meiðsli að stríða en vonir standa þó til að þeir verði með í 8-liða úrslitunum sem hefjast í næstu viku. „Við hittum vel og heilt yfir er ég ágætlega sáttur, við gerum einhver mistök í vörninni sem við lögum. Þetta var ekki fullkominn leikur, svolítið af aulalegum töpuðum boltum sem við þurfum að laga,“ bætti Lárus við og viðurkenndi að tapið gegn Tindastól í síðustu umferð sviði en með sigri þar hefði deildarmeistaratitillinn verið í seilingarfjarlægð. „Við verðum að reyna að horfa á stóru myndina, við erum með níu sigra og tvo tapleiki eftir áramót og töpum fimm leikjum í heildina í vetur. Njarðvík og við erum búin að vera jöfnustu liðin í vetur þannig að við getum ekkert verið neitt rosalega ósáttir.“ Framundan eru 8-liða úrslitin og þar mæta Þórsarar einmitt Grindvíkingum. Lárus á von á því að þeir EC Matthews og Ivan Aurrecochea verði mættir til leiks í næstu viku. „Klárlega, ef þessi leikur hefði skipt máli þá held ég að þessir tveir hestar hefðu spilað. Hún leggst ágætlega í mig þessi rimma, við höfum skipt leikjunum í vetur. Þeir eru aðeins öðruvísi núna en þegar við spiluðum við þá fyrst, EC er aðalmaðurinn þeirra og ég hlakka bara til.“ Hann sagði að Þórsarar yrðu að vera klárir í að mæta orkumiklum Grindvíkingum í rimmunni sem hefst í næstu viku. „Við þurfum að stoppa Ivan undir körfunni og reyna að hemja EC einn á einn. Þeir eru með frábærar skyttur í Ólafi og Kristni. Við þurfum að jafna orkustigið þeirra. Óli og Kiddi geta verið ansi graðir á hringinn. Við þurfum að vera duglegir að stíga út og vera fastir fyrir.“
UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum