Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2022 12:59 Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Þátturinn er á vegum Unicef og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær. Söngkonan vill með þessu breiða út ákall um frið í heimalandi sínu. „Það er verið að fremja þjóðarmorð á úkraínsku þjóðinni. Engum er sýnd miskunn, ekki einu sinni börnum. Nú hafa 300 börn og ungmenni týnt lífi, að meðtöldum hörmungunum í Mariupol. Það sker mig í hjartað að heyra sögur af særðum börnum og börnum sem hafa misst foreldra sína. Tíminn er á þrotum. Ég skora á heimsbyggðina að stöðva voðaverk Rússa strax,“ segir Jamala. Í þættinum Heimsins mikilvægasta kvöld verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF í landinu. Einnig verður greint frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Síerra Leóne, Indónesíu, Bangladess, Sýrlandi og Jemen. Markmiðið með þættinum er að fjölga enn í hópi heimsforeldra á Íslandi sem styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Auk þess verður þátturinn sneisafullur af skemmtiatriðum með þjóðþekktu listafólki allt frá stjörnum prýddum grínsketsum Kanarí-hópsins, þar sem Annie Mist, Jón Gnarr, Steindi jr. og Bassi Maraj eiga stórleik, til glæsilegra tónlistaratriða með Páli Óskari og Diddú, Lay Low, Birgittu Haukdal, Daníel Ágústi og Sigríði Thorlacius. Nú hefur hin úkraínska Jamala bæst í hópinn. Rúnar Freyr segir í samtali við Lífið að söngkonan lendi hér á landi á morgun. Hún kemur fram í þættinum og syngur meðal annars lagið 1944, sem vann Eurovision 2016. Kynnar kvöldsins eru Einar Örn Jónsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, í myndveri RÚV, og Björg Magnúsdóttir og Guðmundur Pálsson sem standa vaktina í símaveri Vodafone og þar verður mikið um óvæntar uppákomur. Dagskárgerð er í höndum Þórs Freyssonar. Heimsins mikilvægasta kvöld hefst á RÚV á laugardagskvöld klukkan 19.45. Nánar um söfnunina og heimsforeldrastarf UNICEF er að finna á vef samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá flutning hennar á laginu 1944. Tónlist Eurovision Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. 30. mars 2022 15:40 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þátturinn er á vegum Unicef og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær. Söngkonan vill með þessu breiða út ákall um frið í heimalandi sínu. „Það er verið að fremja þjóðarmorð á úkraínsku þjóðinni. Engum er sýnd miskunn, ekki einu sinni börnum. Nú hafa 300 börn og ungmenni týnt lífi, að meðtöldum hörmungunum í Mariupol. Það sker mig í hjartað að heyra sögur af særðum börnum og börnum sem hafa misst foreldra sína. Tíminn er á þrotum. Ég skora á heimsbyggðina að stöðva voðaverk Rússa strax,“ segir Jamala. Í þættinum Heimsins mikilvægasta kvöld verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF í landinu. Einnig verður greint frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Síerra Leóne, Indónesíu, Bangladess, Sýrlandi og Jemen. Markmiðið með þættinum er að fjölga enn í hópi heimsforeldra á Íslandi sem styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Auk þess verður þátturinn sneisafullur af skemmtiatriðum með þjóðþekktu listafólki allt frá stjörnum prýddum grínsketsum Kanarí-hópsins, þar sem Annie Mist, Jón Gnarr, Steindi jr. og Bassi Maraj eiga stórleik, til glæsilegra tónlistaratriða með Páli Óskari og Diddú, Lay Low, Birgittu Haukdal, Daníel Ágústi og Sigríði Thorlacius. Nú hefur hin úkraínska Jamala bæst í hópinn. Rúnar Freyr segir í samtali við Lífið að söngkonan lendi hér á landi á morgun. Hún kemur fram í þættinum og syngur meðal annars lagið 1944, sem vann Eurovision 2016. Kynnar kvöldsins eru Einar Örn Jónsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, í myndveri RÚV, og Björg Magnúsdóttir og Guðmundur Pálsson sem standa vaktina í símaveri Vodafone og þar verður mikið um óvæntar uppákomur. Dagskárgerð er í höndum Þórs Freyssonar. Heimsins mikilvægasta kvöld hefst á RÚV á laugardagskvöld klukkan 19.45. Nánar um söfnunina og heimsforeldrastarf UNICEF er að finna á vef samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá flutning hennar á laginu 1944.
Tónlist Eurovision Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. 30. mars 2022 15:40 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. 30. mars 2022 15:40