Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 15:35 Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs. Vísir Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. Fjölmenningarsetur hefur móttekið 363 formleg erindi frá 51 sveitarfélagi í tengslum við húsnæði fyrir fólk á flótta frá Úkraínu. Flest erindin koma frá Reykjavík eða 144 talsins. Einnig á eftir að vinna úr 67 erindum þar sem oft vantar frekari gögn. Þetta segir Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs. Yfir 500 sótt um vernd Alls hafa 124 einstaklingar með tengsl við Úkraínu komið hingað til lands síðastliðna viku og sótt um alþjóðlega vernd eða tæplega átján á dag. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa samtals 508 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Ef sjö daga meðaltal er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 496 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sæki hér um vernd næstu fjórar vikur. Hægt á skráningum Nichole segir að fyrstu vikuna eftir að Fjölmenningarsetur opnaði fyrir skráningar hafi borist hátt í hundrað erindi á dag en þau séu nú innan við hundrað á viku. Í upphafi hafi fólk í meira mæli boðið fram tímabundin úrræði á borð við herbergi inn á heimilum sínum. Nú sé meira um íbúðir og varanlegt húsnæði sem Nichole segir jákvæða þróun. Hún segir mikilvægt að fólk sem vilji hýsa flóttafólk fylli út eyðublaðið á vefsíðu Fjölmenningarseturs svo starfsmenn geti unnið auðveldlega úr málinu. „Sveitarfélögin eru núna að vinna hörðum höndum að því að kortleggja þjónustu og vinna með okkur. Nú fer af stað svona millibilsúrræði þar sem fólk fær húsnæði frá þremur vikum upp í þrjá mánuði,“ segir Nichole. Í kjölfarið verði hugað að varanlegri úrræðum sem taki betur mið af þörfum hverrar og einnar fjölskyldu. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af fólki á Bifröst Eitthvað hefur borið á gagnrýni á að til standi að koma flóttafólki frá Úkraínu fyrir á Bifröst en þar er um að ræða svokallað millibilsúrræði sem er hugsað fyrir fólk í allt að þrjá mánuði. Nichole gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir hana byggjast á vanþekkingu. „Mér finnst fólk ekki upplýst um móttöku flóttafólks og það getur haft alls konar skoðanir um það, en það veit ekki að núna eru menn að taka saman höndum þvert á stjórnsýslustig, sveitarfélög og ríkið, og þvert á stofnanir, eins og Útlendingastofnun, Fjölmenningarsetur, heilbrigðisstofnanir og lögreglu. Við erum öll að vinna saman að því að kortleggja og passa að það sé þjónusta til staðar þar sem við setjum fólk.“ Bifröst og Borgarbyggð vinni hörðum höndum að því að huga að stuðningi, samgöngum og afþreyingu fyrir flóttafólkið. Nichole segir allt tal um að ekki sé hugað nægilega vel að þörfum flóttafólksins litist af fáfræði. „Í samtölum við ráðherra, félagsráðgjafa sem starfa í þessu og sjálfboðaliða eru allir að huga vel að því að við erum að veita fólki vernd og með vernd er tilheyrandi þjónusta og stuðningur og það er hugsunin alls staðar í kerfinu,“ bætir Nichole við. Skólamál geti reynst áskorun Nichole segir að áhyggjur hafi komið fram hjá sveitarfélögunum af skólaþjónustu og að flóttabörn fái nægilegan stuðning. „Eins mikil áskorun og þetta er þá er fólk að vinna saman og vinna allt sem við þurfum til að vernda þetta fólk.“ Allir séu meðvitaðir um réttindi flóttafólks og að það þurfi á mikilli og fjölbreyttri þjónustu að halda. „Ég trúi ekki öðru en að Ísland muni standa sig vel í þessu.“ Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Húsnæðismál Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. 28. mars 2022 15:35 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Fjölmenningarsetur hefur móttekið 363 formleg erindi frá 51 sveitarfélagi í tengslum við húsnæði fyrir fólk á flótta frá Úkraínu. Flest erindin koma frá Reykjavík eða 144 talsins. Einnig á eftir að vinna úr 67 erindum þar sem oft vantar frekari gögn. Þetta segir Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs. Yfir 500 sótt um vernd Alls hafa 124 einstaklingar með tengsl við Úkraínu komið hingað til lands síðastliðna viku og sótt um alþjóðlega vernd eða tæplega átján á dag. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa samtals 508 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Ef sjö daga meðaltal er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 496 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sæki hér um vernd næstu fjórar vikur. Hægt á skráningum Nichole segir að fyrstu vikuna eftir að Fjölmenningarsetur opnaði fyrir skráningar hafi borist hátt í hundrað erindi á dag en þau séu nú innan við hundrað á viku. Í upphafi hafi fólk í meira mæli boðið fram tímabundin úrræði á borð við herbergi inn á heimilum sínum. Nú sé meira um íbúðir og varanlegt húsnæði sem Nichole segir jákvæða þróun. Hún segir mikilvægt að fólk sem vilji hýsa flóttafólk fylli út eyðublaðið á vefsíðu Fjölmenningarseturs svo starfsmenn geti unnið auðveldlega úr málinu. „Sveitarfélögin eru núna að vinna hörðum höndum að því að kortleggja þjónustu og vinna með okkur. Nú fer af stað svona millibilsúrræði þar sem fólk fær húsnæði frá þremur vikum upp í þrjá mánuði,“ segir Nichole. Í kjölfarið verði hugað að varanlegri úrræðum sem taki betur mið af þörfum hverrar og einnar fjölskyldu. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af fólki á Bifröst Eitthvað hefur borið á gagnrýni á að til standi að koma flóttafólki frá Úkraínu fyrir á Bifröst en þar er um að ræða svokallað millibilsúrræði sem er hugsað fyrir fólk í allt að þrjá mánuði. Nichole gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir hana byggjast á vanþekkingu. „Mér finnst fólk ekki upplýst um móttöku flóttafólks og það getur haft alls konar skoðanir um það, en það veit ekki að núna eru menn að taka saman höndum þvert á stjórnsýslustig, sveitarfélög og ríkið, og þvert á stofnanir, eins og Útlendingastofnun, Fjölmenningarsetur, heilbrigðisstofnanir og lögreglu. Við erum öll að vinna saman að því að kortleggja og passa að það sé þjónusta til staðar þar sem við setjum fólk.“ Bifröst og Borgarbyggð vinni hörðum höndum að því að huga að stuðningi, samgöngum og afþreyingu fyrir flóttafólkið. Nichole segir allt tal um að ekki sé hugað nægilega vel að þörfum flóttafólksins litist af fáfræði. „Í samtölum við ráðherra, félagsráðgjafa sem starfa í þessu og sjálfboðaliða eru allir að huga vel að því að við erum að veita fólki vernd og með vernd er tilheyrandi þjónusta og stuðningur og það er hugsunin alls staðar í kerfinu,“ bætir Nichole við. Skólamál geti reynst áskorun Nichole segir að áhyggjur hafi komið fram hjá sveitarfélögunum af skólaþjónustu og að flóttabörn fái nægilegan stuðning. „Eins mikil áskorun og þetta er þá er fólk að vinna saman og vinna allt sem við þurfum til að vernda þetta fólk.“ Allir séu meðvitaðir um réttindi flóttafólks og að það þurfi á mikilli og fjölbreyttri þjónustu að halda. „Ég trúi ekki öðru en að Ísland muni standa sig vel í þessu.“
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Húsnæðismál Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. 28. mars 2022 15:35 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. 28. mars 2022 15:35