Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 16:31 Dominykas Milka með boltann í leik gegn Stjörnunni. vísir/bára Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum