Ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. mars 2022 22:31 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var nokkuð rólegur eftir átta stiga tap gegn Keflavík í kvöld og sá greinilega ýmsa ljósa punkta í leik sinna manna. Grindavík hittu afleitlega í kvöld en voru þó í góðum séns undir lokin þar sem þeir minnkuðu muninn í fimm stig. Leiknum lauk þó 78-70 Keflavík í vil. Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45