Ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. mars 2022 22:31 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var nokkuð rólegur eftir átta stiga tap gegn Keflavík í kvöld og sá greinilega ýmsa ljósa punkta í leik sinna manna. Grindavík hittu afleitlega í kvöld en voru þó í góðum séns undir lokin þar sem þeir minnkuðu muninn í fimm stig. Leiknum lauk þó 78-70 Keflavík í vil. Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45