Heimilisofbeldi stigmagnast oftast ef ekki er gripið inn í Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2022 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í mál sem tengjast heimilisofbeldi. Verstu birtingarmyndir þess séu manndrápsmál. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur allra gerenda í manndrápsmálum síðustu ár tengdust fórnarlambinu fjölskylduböndum. Ríkislögreglustjóri segir það allra verstu birtingarmyndir heimilisofbeldis og því gríðarlega mikilvægt að gripið sé með festu inn í slíkar aðstæður. Sífellt fleiri tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu en frá árinu 2015 hefur slíkum tilkynningum fjölgað um þriðjung samkvæmt nýrri skýrslu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ýmsar ástæður fyrir því. „Umræðan um þessi mál er mun opinskárri en áður. Þá kemur stuðningur frá sveitarfélagi við þolendur og fjölskyldur þeirra og lögregla vinnur málin dýpra en áður. Nú er vettvangur fyrir slík mál á síðu 112.is og við fórum í vitundavakningu sem hefur skilað heilmiklum árangri,“ segir Sigríður. Það að tilkynningum fjölgi þurfi því ekki endilega að þýða að ofbeldið sé að aukast. „Það er t.d. mikið jafnrétti á Norðurlöndum samanborið við önnur lönd en á sama tíma er mikill fjöldi kvenna sem verður fyrir heimilisofbeldi. Það þarf ekki að þýða að þar séu fleiri ofbeldismál heldur er meiri meðvitund og skilningur í þessum löndum en víða annars staðar varðandi þessi mál,“ segir Sigríður. Alls komu upp 21 manndrápsmál á árunum 2010-2020 þar sem 24 einstaklingar týndu lífi. Í ríflega helmingi málanna var gerandi fjölskyldumeðlimur. „Þetta sýnir að heimilisofbeldi er eitt alvarlegasta málefni sem lögregla fæst við hverju sinni. það er gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í því málin verða oft alvarlegri eftir því sem ofbeldið varir lengur,“ segir Sigríður. Sigríður telur þó stöðu kvenna almennt hafa batnað gríðarlega þegar kemur að heimilisofbeldi. „Umræðan um þessi mál er allt önnur en áður, úrræðin eru fleiri og kerfið tekur mun alvarlegra á þessum málum en bara fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Sigríður. Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30 „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Sífellt fleiri tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu en frá árinu 2015 hefur slíkum tilkynningum fjölgað um þriðjung samkvæmt nýrri skýrslu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ýmsar ástæður fyrir því. „Umræðan um þessi mál er mun opinskárri en áður. Þá kemur stuðningur frá sveitarfélagi við þolendur og fjölskyldur þeirra og lögregla vinnur málin dýpra en áður. Nú er vettvangur fyrir slík mál á síðu 112.is og við fórum í vitundavakningu sem hefur skilað heilmiklum árangri,“ segir Sigríður. Það að tilkynningum fjölgi þurfi því ekki endilega að þýða að ofbeldið sé að aukast. „Það er t.d. mikið jafnrétti á Norðurlöndum samanborið við önnur lönd en á sama tíma er mikill fjöldi kvenna sem verður fyrir heimilisofbeldi. Það þarf ekki að þýða að þar séu fleiri ofbeldismál heldur er meiri meðvitund og skilningur í þessum löndum en víða annars staðar varðandi þessi mál,“ segir Sigríður. Alls komu upp 21 manndrápsmál á árunum 2010-2020 þar sem 24 einstaklingar týndu lífi. Í ríflega helmingi málanna var gerandi fjölskyldumeðlimur. „Þetta sýnir að heimilisofbeldi er eitt alvarlegasta málefni sem lögregla fæst við hverju sinni. það er gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í því málin verða oft alvarlegri eftir því sem ofbeldið varir lengur,“ segir Sigríður. Sigríður telur þó stöðu kvenna almennt hafa batnað gríðarlega þegar kemur að heimilisofbeldi. „Umræðan um þessi mál er allt önnur en áður, úrræðin eru fleiri og kerfið tekur mun alvarlegra á þessum málum en bara fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Sigríður.
Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30 „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30
„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31