Ísland getur stutt rannsókn á stríðsglæpum Rússlands Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. mars 2022 13:01 Enginn vafi leikur á því í mínum huga að rússneski herinn fremur stríðsglæpi í Úkraínu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur sagt sannanir fyrir að rússneski herinn hafi beitt klasasprengjum. Notkun slíkra vopna er bönnuð samkvæmt Genfarsamningunum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kallaði fljótlega eftir upphaf innrásarinnar eftir að stríðsglæpir Rússa yrðu rannsakaðir. Síðast en ekki síst hefur Karim A.A. Khan, saksóknari hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sagt ástæðu til að ætla að stríðsglæpir hafi verið framdir af hálfu rússneska hersins í Úkraínu. Í samræmi við það lýsti saksóknarinn því yfir þann 28. febrúar að rannsókn vegna stöðunnar í Úkraínu væri hafin. Á fyrstu dögum marsmánaðar höfðu 39 aðildarríki vísað aðstæðum í Úkraínu til saksóknara og óskað eftir að saksóknari hæfi rannsókn og öflun sönnunargagna þá þegar. Ísland var þar á meðal. Þessi samstaða er án fordæma af hálfu aðildarríkja dómstólsins. Þingsályktunartillaga um viðbótarframlag Íslands Ég lagði í liðinni viku fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra veiti 10 milljón króna sérstakt viðbótarframlag til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Það gerði ég eftir að hafa séð fréttir af ákalli saksóknarans við dómstólinn um að aðildarríki dómstólsins styðji þessa rannsókn með viðbótarframlögum og öðrum stuðningi og eftir að hafa lesið fréttir af því að Litháen ætli að leggja til sérstakt fjárframlag sem nemur um 15 milljón kr. Samhliða biðlaði Litháen til annarra ríkja um leggja rannsókninni lið með þessum hætti. Hér er um að ræða táknrænt viðbótarframlag. Bretland hefur einnig svarað kallinu og gefið vilyrði fyrir sérstökum fjárframlögum og öðrum stuðningi við rannsóknina. Frjáls viðbótarframlög eru til marks um þá afstöðu að þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð. Ísland getur gert meira í þágu rannsóknarinnar og farið að fordæmi Svía. Við getum boðið því fólki sem hingað kemur frá Úkraínu að segja frá reynslu sinni, skrásett sögur þeirra og þannig mögulega aflað sönnunargagna. Þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (e. International Criminal Court - ICC) er fyrsti varanlegi alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sem stofnaður var til þess að taka á alvarlegum brotum sem varða alþjóðasamfélagið. Dómstóllinn rekur upphaf sitt til 7. júlí 1998 þegar samkomulag 120 ríkja náðist um Rómarsamþykktina svokölluðu, en það er stofnskjal Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin tók svo gildi 1. júlí 2002 þegar 60 ríki höfðu fullgilt hana. Ísland varð tíunda ríkið til þess að fullgilda samþykktina. Ísland hefur þannig frá upphafi staðið með þeim grundvallargildum sem búa að baki stofnun dómstólsins.Eitt meginmarkmið dómstólsins er að þeir aðilar sem gerast sekir um alvarlegustu glæpina gegn almennum borgurum sæti ábyrgð. Undir lögsögu dómstólsins stríðsglæpir, hópmorð, glæpir gegn mannúð og glæpir gegn friði.Fámenn þjóð getur beitt rödd sinniNúna er ríkt tilefni fyrir Ísland til að stíga mikilvægt og um leið táknrænt skref með sérstöku fjárframlagi til að styðja rannsókn á brotum rússneska hersins í Úkraínu. Með því getur fámenn þjóð sýnt sterka afstöðu með grundvallarréttindum hins almenna borgara á stríðstímum. Saksóknarinn sem fer með rannsóknina hefur lagt áherslu á þau augljósu sannindi að þegar árásum er vísvitandi beitt að óbreyttum borgurum þá sé það glæpur. Og dæmin af stríðsglæpum blasa því miður við okkur.Viðbrögð Alþingis við þessari tillögu hafa verið sterk og við erum 30 þingmenn sem að henni stöndum, úr öllum flokki á Alþingi. Þar að baki eru allir þingmenn úr þingflokkum Viðreisnar, Samfylkingar, Flokks fólksins og Pírata og að auki þingmenn úr þingflokkum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Framsóknar og Miðflokks. Það skiptir máli. Það er ósk mín að þessi tillaga verði samþykkt sem fyrst. Á tímum sem þessum skiptir öllu að afstaðan sé skýr og að hún birtist alls staðar þar sem ætla má að boðskapurinn heyrist og skiljist.Ég er stolt af því að Ísland hafi tekið þátt í efnahagsaðgerðum og þeim á að halda áfram af fullum þunga. Stolt af viðbrögðum hvað varðar fólk sem hingað kemur frá Úkraínu. Ísland getur að sama skapi svarað ákalli saksóknara sem rannsakar núna stríðsglæpi Rússlands í Úkraínu. Fámenn þjóð eins og Ísland getur með þessu framlagi lagt lóð á vogarskálarnar. Rannsókn á stríðsglæpum rússneska hersins í Úkraínu er til marks um að alþjóðasamfélagið ætli sér ekki aðeins að fordæma stríðsglæpi heldur að slík brot hafi afleiðingar af hálfu alþjóðasamfélagsins. Það er afstaða sem hefur áhrif til framtíðar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Flóttafólk á Íslandi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Enginn vafi leikur á því í mínum huga að rússneski herinn fremur stríðsglæpi í Úkraínu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur sagt sannanir fyrir að rússneski herinn hafi beitt klasasprengjum. Notkun slíkra vopna er bönnuð samkvæmt Genfarsamningunum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kallaði fljótlega eftir upphaf innrásarinnar eftir að stríðsglæpir Rússa yrðu rannsakaðir. Síðast en ekki síst hefur Karim A.A. Khan, saksóknari hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sagt ástæðu til að ætla að stríðsglæpir hafi verið framdir af hálfu rússneska hersins í Úkraínu. Í samræmi við það lýsti saksóknarinn því yfir þann 28. febrúar að rannsókn vegna stöðunnar í Úkraínu væri hafin. Á fyrstu dögum marsmánaðar höfðu 39 aðildarríki vísað aðstæðum í Úkraínu til saksóknara og óskað eftir að saksóknari hæfi rannsókn og öflun sönnunargagna þá þegar. Ísland var þar á meðal. Þessi samstaða er án fordæma af hálfu aðildarríkja dómstólsins. Þingsályktunartillaga um viðbótarframlag Íslands Ég lagði í liðinni viku fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra veiti 10 milljón króna sérstakt viðbótarframlag til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Það gerði ég eftir að hafa séð fréttir af ákalli saksóknarans við dómstólinn um að aðildarríki dómstólsins styðji þessa rannsókn með viðbótarframlögum og öðrum stuðningi og eftir að hafa lesið fréttir af því að Litháen ætli að leggja til sérstakt fjárframlag sem nemur um 15 milljón kr. Samhliða biðlaði Litháen til annarra ríkja um leggja rannsókninni lið með þessum hætti. Hér er um að ræða táknrænt viðbótarframlag. Bretland hefur einnig svarað kallinu og gefið vilyrði fyrir sérstökum fjárframlögum og öðrum stuðningi við rannsóknina. Frjáls viðbótarframlög eru til marks um þá afstöðu að þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð. Ísland getur gert meira í þágu rannsóknarinnar og farið að fordæmi Svía. Við getum boðið því fólki sem hingað kemur frá Úkraínu að segja frá reynslu sinni, skrásett sögur þeirra og þannig mögulega aflað sönnunargagna. Þeir sem fremja stríðsglæpi sæti ábyrgð Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (e. International Criminal Court - ICC) er fyrsti varanlegi alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sem stofnaður var til þess að taka á alvarlegum brotum sem varða alþjóðasamfélagið. Dómstóllinn rekur upphaf sitt til 7. júlí 1998 þegar samkomulag 120 ríkja náðist um Rómarsamþykktina svokölluðu, en það er stofnskjal Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin tók svo gildi 1. júlí 2002 þegar 60 ríki höfðu fullgilt hana. Ísland varð tíunda ríkið til þess að fullgilda samþykktina. Ísland hefur þannig frá upphafi staðið með þeim grundvallargildum sem búa að baki stofnun dómstólsins.Eitt meginmarkmið dómstólsins er að þeir aðilar sem gerast sekir um alvarlegustu glæpina gegn almennum borgurum sæti ábyrgð. Undir lögsögu dómstólsins stríðsglæpir, hópmorð, glæpir gegn mannúð og glæpir gegn friði.Fámenn þjóð getur beitt rödd sinniNúna er ríkt tilefni fyrir Ísland til að stíga mikilvægt og um leið táknrænt skref með sérstöku fjárframlagi til að styðja rannsókn á brotum rússneska hersins í Úkraínu. Með því getur fámenn þjóð sýnt sterka afstöðu með grundvallarréttindum hins almenna borgara á stríðstímum. Saksóknarinn sem fer með rannsóknina hefur lagt áherslu á þau augljósu sannindi að þegar árásum er vísvitandi beitt að óbreyttum borgurum þá sé það glæpur. Og dæmin af stríðsglæpum blasa því miður við okkur.Viðbrögð Alþingis við þessari tillögu hafa verið sterk og við erum 30 þingmenn sem að henni stöndum, úr öllum flokki á Alþingi. Þar að baki eru allir þingmenn úr þingflokkum Viðreisnar, Samfylkingar, Flokks fólksins og Pírata og að auki þingmenn úr þingflokkum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Framsóknar og Miðflokks. Það skiptir máli. Það er ósk mín að þessi tillaga verði samþykkt sem fyrst. Á tímum sem þessum skiptir öllu að afstaðan sé skýr og að hún birtist alls staðar þar sem ætla má að boðskapurinn heyrist og skiljist.Ég er stolt af því að Ísland hafi tekið þátt í efnahagsaðgerðum og þeim á að halda áfram af fullum þunga. Stolt af viðbrögðum hvað varðar fólk sem hingað kemur frá Úkraínu. Ísland getur að sama skapi svarað ákalli saksóknara sem rannsakar núna stríðsglæpi Rússlands í Úkraínu. Fámenn þjóð eins og Ísland getur með þessu framlagi lagt lóð á vogarskálarnar. Rannsókn á stríðsglæpum rússneska hersins í Úkraínu er til marks um að alþjóðasamfélagið ætli sér ekki aðeins að fordæma stríðsglæpi heldur að slík brot hafi afleiðingar af hálfu alþjóðasamfélagsins. Það er afstaða sem hefur áhrif til framtíðar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun