Sýknaður eftir að myndband lögreglu fannst ekki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 13:54 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í gær, þann 25. mars. Vísir/Vilhelm Maður var sýknaður af ákæru fyrir að hafa ekið án ökuréttinda eftir að sönnunargögn lögreglu fóru forgörðum. Myndbandsupptaka lögreglu sem átti að varpa ljósi á málið fannst hvergi við málsmeðferðina og héraðsdómari taldi að vafa, vegna annmarka á rannsókninni, bæri að skýra ákærða í hag. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án tilskilinna ökuréttinda en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Samkvæmt framburði mannsins fyrir dómi stóð hann við bifreið vinkonu sinnar þegar lögreglumenn kölluðu til hans og hann taldi að um almennt eftirlit lögreglu væri að ræða. Vinkona mannsins hafi skroppið inn í blokkina að sækja eitthvað og hann kvaðst hafa verið að bíða eftir henni, sem væri ökumaður bílsins. Hann hafi aðeins verið að bíða fyrir utan bílinn þegar lögregla kom á vettvang og sagðist ekki hafa haft í hyggju að keyra bílinn. Lögreglumenn kváðust lítið muna eftir málinu fyrir dómi en sögðu hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi verið stöðvaður við akstur. Vettvangsskýrsla hefði aldrei verið rituð ef vafi væri þar á og framburður mannsins stæðist því alls ekki. Þeir töldu að vinkonan hafi setið í farþegasæti en maðurinn keyrt bílinn. Lykilsönnunargagn farið forgörðum Héraðsdómari sagði óumdeilt að ákærði hafi verið sviptur ökuréttindum þegar lögregla kom að tali við hann umrætt kvöld. Ákærði neitaði því ekki. Til grundvallar málsins lægi hins vegar vettvangsskýrsla lögreglumanna þar sem á vantaði að fyllt væri út í staðlaða reiti á þartilgerðu blaði. Héraðsdómari sagði ljóst að lögreglumönnum hefði verið hægur vandi að útfylla eyðublaðið af meiri nákvæmni. Þá kvað héraðsdómari að ráða mætti af vettvangsskýrslu að meint brot mannsins hafi verið tekið upp á myndband. Upptakan fannst þó hvergi hjá lögreglu og dómari taldi að lykilsönnunargagn í málinu hafi farið forgörðum. Héraðsdómari sagði meðal annars að vegna annmarka á lögreglurannsókn bæri að skýra allan vafa ákærða í hag. Hann var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og íslenskra ríkinu bar að greiða manninum 418.500 krónur í málsvarnarlaun. Dómsmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án tilskilinna ökuréttinda en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Samkvæmt framburði mannsins fyrir dómi stóð hann við bifreið vinkonu sinnar þegar lögreglumenn kölluðu til hans og hann taldi að um almennt eftirlit lögreglu væri að ræða. Vinkona mannsins hafi skroppið inn í blokkina að sækja eitthvað og hann kvaðst hafa verið að bíða eftir henni, sem væri ökumaður bílsins. Hann hafi aðeins verið að bíða fyrir utan bílinn þegar lögregla kom á vettvang og sagðist ekki hafa haft í hyggju að keyra bílinn. Lögreglumenn kváðust lítið muna eftir málinu fyrir dómi en sögðu hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi verið stöðvaður við akstur. Vettvangsskýrsla hefði aldrei verið rituð ef vafi væri þar á og framburður mannsins stæðist því alls ekki. Þeir töldu að vinkonan hafi setið í farþegasæti en maðurinn keyrt bílinn. Lykilsönnunargagn farið forgörðum Héraðsdómari sagði óumdeilt að ákærði hafi verið sviptur ökuréttindum þegar lögregla kom að tali við hann umrætt kvöld. Ákærði neitaði því ekki. Til grundvallar málsins lægi hins vegar vettvangsskýrsla lögreglumanna þar sem á vantaði að fyllt væri út í staðlaða reiti á þartilgerðu blaði. Héraðsdómari sagði ljóst að lögreglumönnum hefði verið hægur vandi að útfylla eyðublaðið af meiri nákvæmni. Þá kvað héraðsdómari að ráða mætti af vettvangsskýrslu að meint brot mannsins hafi verið tekið upp á myndband. Upptakan fannst þó hvergi hjá lögreglu og dómari taldi að lykilsönnunargagn í málinu hafi farið forgörðum. Héraðsdómari sagði meðal annars að vegna annmarka á lögreglurannsókn bæri að skýra allan vafa ákærða í hag. Hann var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og íslenskra ríkinu bar að greiða manninum 418.500 krónur í málsvarnarlaun.
Dómsmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira