Með sigrinum tryggði Phoenix sér toppsætið í NBA-deildinni og ljóst er að liðið verður með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina.
The @Suns have clinched the NBA's best record for the third time in franchise history (1992-93, 2004-05). pic.twitter.com/YduB3dVv6a
— NBA (@NBA) March 25, 2022
Paul skoraði sautján stig og gaf þrettán stoðsendingar en stjarna leiksins var Devin Booker sem skoraði 49 stig og gaf tíu stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 28 stig fyrir Denver.
17 points, 13 dimes for @CP3 in his return as the @Suns clinch the NBA's best record! pic.twitter.com/p0QRwYIybZ
— NBA (@NBA) March 25, 2022
Gott gengi Memphis Grizzlies heldur áfram, jafnvel þótt Ja Morant, besti leikmaður liðsins, sé meiddur. Í nótt vann Memphis Indiana Pacers, 133-103. Desmond Bane skoraði þrjátíu stig fyrir Memphis sem er komið upp í 2. sæti Vesturdeildarinnar.
30 points for Desmond Bane
— NBA (@NBA) March 25, 2022
12-15 shooting@DBane0625 and the @memgrizz clinch the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel! pic.twitter.com/F2vJolYkni
Toronto Raptors vann Cleveland Cavaliers, 117-104, á heimavelli. Með sigrinum jafnaði Toronto sigurfjölda Cleveland en liðin berjast um að komast beint í úrslitakeppnina og sleppa þar með við umspilið.
Pascal Siakam skoraði 35 stig fyrir Toronto og hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum. Lauri Markkanen skoraði tuttugu stig fyrir Cleveland.
Pascal Siakam ties his season high in scoring and career high in threes as the @Raptors grab the win!
— NBA (@NBA) March 25, 2022
35 points
6-7 from deep pic.twitter.com/SqrfchFwe3
Úrslitin í nótt
- Denver 130-140 Phoenix
- Memphis 133-103 Indiana
- Toronto 117-104 Cleveland
- Milwaukee 114-102 Washington
- New Orleans 126-109 Chicago