Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 19:21 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATO AP/Brendan Smialowsk Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22
Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45