Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 17:22 Sjúkratryggingar Íslands Vísir/Vilhelm Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Í fréttatilkynningu Sjúkratrygginga er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra, að gögn um hópinn hafi borist í gær en um er að ræða tuttugu einstaklinga. Lagt var kapp á að klára alla skráningu samdægurs og tryggingin er virk frá og með deginum í dag. Þá er enn fremur sagt frá því í tilkynningu Sjúkratrygginga að gert sé ráð fyrir að vera með fulltrúa í miðstöðinni í Domus Medica til að taka þátt í móttöku flóttamannanna. Fulltrúarnir geti þá gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpartækja og lyfjakorta, greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og fleira sem þörf er á. Í gær var greint frá því að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 377 einstaklingar sótt um vernd hér á landi og að á næstu vikum sé búist við 400 til 900 í viðbót. Í tilkynningu Sjúkratrygginga er tekið fram að flóttamenn, eins og aðrir, hafa alltaf aðgang að bráðaþjónustu óháð því hvort sjúkratrygging er frágengin. Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Sjúkratryggingar hafi verið í samstarfi við heilbrigðistryggingar í öðrum löndum enda flókið verkefni að tryggja milljónum manns þjónustu sem hafa flúið Úkraínu. Þá kemur fram að flestir flóttamannanna hyggist reyna að snúa aftur til síns heima um leið og stríðsátökunum lýkur. „Móttaka þessa flóttafólks er stórt verkefni fyrir samfélagið í heild, ekki síst heilbrigðiskerfið. Við höfum lagt kapp á að tryggja skjóta afgreiðslu þannig að þessi viðkvæmi hópur geti haft greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, enda má reikna með að margir innan hópsins séu í brýnni þörf fyrir ýmis konar aðstoð,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur í tilkynningu Sjúkratrygginga. „Fjölmörg ungabörn eru í hópnum og þau ganga inn í öflugt ungbarnaeftirlit sem við höfum hér á landi. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og við höfum átt frábært samstarf við Rauða krossinn, Útlendingastofnun, Heilsugæsluna, Þjóðskrá, íslenska sjálfboðaliða og alla aðra sem að þessu koma,“ segir María enn fremur. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Í fréttatilkynningu Sjúkratrygginga er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra, að gögn um hópinn hafi borist í gær en um er að ræða tuttugu einstaklinga. Lagt var kapp á að klára alla skráningu samdægurs og tryggingin er virk frá og með deginum í dag. Þá er enn fremur sagt frá því í tilkynningu Sjúkratrygginga að gert sé ráð fyrir að vera með fulltrúa í miðstöðinni í Domus Medica til að taka þátt í móttöku flóttamannanna. Fulltrúarnir geti þá gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpartækja og lyfjakorta, greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og fleira sem þörf er á. Í gær var greint frá því að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 377 einstaklingar sótt um vernd hér á landi og að á næstu vikum sé búist við 400 til 900 í viðbót. Í tilkynningu Sjúkratrygginga er tekið fram að flóttamenn, eins og aðrir, hafa alltaf aðgang að bráðaþjónustu óháð því hvort sjúkratrygging er frágengin. Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Sjúkratryggingar hafi verið í samstarfi við heilbrigðistryggingar í öðrum löndum enda flókið verkefni að tryggja milljónum manns þjónustu sem hafa flúið Úkraínu. Þá kemur fram að flestir flóttamannanna hyggist reyna að snúa aftur til síns heima um leið og stríðsátökunum lýkur. „Móttaka þessa flóttafólks er stórt verkefni fyrir samfélagið í heild, ekki síst heilbrigðiskerfið. Við höfum lagt kapp á að tryggja skjóta afgreiðslu þannig að þessi viðkvæmi hópur geti haft greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, enda má reikna með að margir innan hópsins séu í brýnni þörf fyrir ýmis konar aðstoð,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur í tilkynningu Sjúkratrygginga. „Fjölmörg ungabörn eru í hópnum og þau ganga inn í öflugt ungbarnaeftirlit sem við höfum hér á landi. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og við höfum átt frábært samstarf við Rauða krossinn, Útlendingastofnun, Heilsugæsluna, Þjóðskrá, íslenska sjálfboðaliða og alla aðra sem að þessu koma,“ segir María enn fremur.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira