Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir samhug ríkja hjá íbúum Grenivíkur. Vísir/Tryggvi Páll Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“ Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira
Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“
Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira
Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19