Lögmál leiksins: Philly á ekki séns á titli og LeBron endar stigahæstur í sögunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. mars 2022 23:31 Það var létt yfir mönnum í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld. Stöð 2 Sport 2 „Nei eða já. Við elskum þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins í seinasta þætti af Lögmál leiksins. Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira